Mikil hætta þegar hjól losnaði - fór framhjá konu með barnavagn á gangbraut 12. mars 2013 11:34 Gatnamótin þar sem óhappið átti sér stað. „Ég var nú bara að keyra þegar ég sá dekkið losna og rúlla á milli akreina," segir Sveinn Birkir Björnsson, sem varð vitni af því þegar hjól losnaði af strætisvagni í morgun, en töluverð hætta skapaðist vegna þessa. Hjólið, sem er tæplega metri á hæð, og vegur tugi kílóa, rúllaði á mikilli ferð áfram austur eftir Miklubrautinni, yfir gatnamót Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Sveinn Birkir segir að á sama tíma hafi kona með barnavagn verið að ganga í suður, yfir Miklubrautinni að Kringlunni, þegar hjólið kom aðvífandi. „Hún er komin út á götu þegar dekkið þýtur framhjá henni. En það var líklega ein akrein á milli þeirra," útskýrir Sveinn Birkir þegar hann lýsir hættunni sem skapaðist við atvikið. Sjálfur sat hann í bíl á þessum tíma og var stopp við götuljósin á leiðinni austur eftir Miklubrautinni. Hann segir að hjólið hafi augljóslega rekist utan í bláa jeppabifreið og skildi þar eftir sig djúpa dæld að sögn Sveins Birkis. „Dekkið gaf allavega ekkert eftir," bætir hann við. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu olli hjólið tjóni á minnst þremur bílum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir óhappið ekki einsdæmi en þó afar fátítt hjá Strætó. Hann benti á að færð undanfarna daga hafi líklega orðið til þess að boltar losnuðu, en enn er verið að rannsaka orsakir slyssins. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Ég var nú bara að keyra þegar ég sá dekkið losna og rúlla á milli akreina," segir Sveinn Birkir Björnsson, sem varð vitni af því þegar hjól losnaði af strætisvagni í morgun, en töluverð hætta skapaðist vegna þessa. Hjólið, sem er tæplega metri á hæð, og vegur tugi kílóa, rúllaði á mikilli ferð áfram austur eftir Miklubrautinni, yfir gatnamót Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Sveinn Birkir segir að á sama tíma hafi kona með barnavagn verið að ganga í suður, yfir Miklubrautinni að Kringlunni, þegar hjólið kom aðvífandi. „Hún er komin út á götu þegar dekkið þýtur framhjá henni. En það var líklega ein akrein á milli þeirra," útskýrir Sveinn Birkir þegar hann lýsir hættunni sem skapaðist við atvikið. Sjálfur sat hann í bíl á þessum tíma og var stopp við götuljósin á leiðinni austur eftir Miklubrautinni. Hann segir að hjólið hafi augljóslega rekist utan í bláa jeppabifreið og skildi þar eftir sig djúpa dæld að sögn Sveins Birkis. „Dekkið gaf allavega ekkert eftir," bætir hann við. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu olli hjólið tjóni á minnst þremur bílum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir óhappið ekki einsdæmi en þó afar fátítt hjá Strætó. Hann benti á að færð undanfarna daga hafi líklega orðið til þess að boltar losnuðu, en enn er verið að rannsaka orsakir slyssins.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira