Andri Snær: Lagarfljótið er dautt - ekki að það hafi komið á óvart 12. mars 2013 15:07 Andri Snær Magnason. „Þá er komið í ljós það sem margir óttuðust. Lagarfljótið er dautt. Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart. Sjálfur skrifaði ég heila bók vegna málsins," skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur á bloggið sitt en bókin sem hann vitnar til í þarna er bókin Draumalandið - sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, teldi lífríki Lagafljóts á vonarvöl. Ástæðan er einföld; bygging Kárahnjúkarvirkjunar. Gunnar segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti." Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. Fiskur er meðal annars að hverfa úr fljótinu að sögn Gunnars. Andri Snær skrifar um málið á vefsvæði sínu og segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. Hann spyr aftur á móti hvort Íslendingar ætli að læra af reynslunni. Hann vill meina að örlög Mývatns verði þau sömu. Ástæðan er 90 MW Bjarnarflagsvirkjun sem fyrirhugað er að reisa þar. Andri Snær er harðrorðu á vefsvæði sínu þar sem hann skrifar meðal annars um ástæður þess að svo fór sem fór: „Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart." Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli hið fyrsta um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við Lagarfljót og lífríki Lagarins. Álfheiður vísaði til úrskurðar umhverfisráðuneytis frá því í desember 2001 þar sem fjallað var um áætluð áhrif af framkvæmdinni. Þar kom m.a. fram að breytingar á vantsrennsli og rýni gætu haft áhrif á fæðuframboð og fæðuöflunarsvæði í Lagarfljóti og að breytingar á gróðurfari og varpstöðvum gætu haft áhrif á fuglastofna, hætta á landbroti myndi aukast, litur myndi breytast vegna allt að fimmföldunar á magni svifaurs í vatninu, og draga myndi úr frumframleiðni og fæðuframboði fyrir smádýrastofna og fiska. Þessi spá virðist að nokkru leytinu til hafa gengið eftir. Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
„Þá er komið í ljós það sem margir óttuðust. Lagarfljótið er dautt. Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart. Sjálfur skrifaði ég heila bók vegna málsins," skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur á bloggið sitt en bókin sem hann vitnar til í þarna er bókin Draumalandið - sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, teldi lífríki Lagafljóts á vonarvöl. Ástæðan er einföld; bygging Kárahnjúkarvirkjunar. Gunnar segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti." Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. Fiskur er meðal annars að hverfa úr fljótinu að sögn Gunnars. Andri Snær skrifar um málið á vefsvæði sínu og segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. Hann spyr aftur á móti hvort Íslendingar ætli að læra af reynslunni. Hann vill meina að örlög Mývatns verði þau sömu. Ástæðan er 90 MW Bjarnarflagsvirkjun sem fyrirhugað er að reisa þar. Andri Snær er harðrorðu á vefsvæði sínu þar sem hann skrifar meðal annars um ástæður þess að svo fór sem fór: „Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart." Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli hið fyrsta um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við Lagarfljót og lífríki Lagarins. Álfheiður vísaði til úrskurðar umhverfisráðuneytis frá því í desember 2001 þar sem fjallað var um áætluð áhrif af framkvæmdinni. Þar kom m.a. fram að breytingar á vantsrennsli og rýni gætu haft áhrif á fæðuframboð og fæðuöflunarsvæði í Lagarfljóti og að breytingar á gróðurfari og varpstöðvum gætu haft áhrif á fuglastofna, hætta á landbroti myndi aukast, litur myndi breytast vegna allt að fimmföldunar á magni svifaurs í vatninu, og draga myndi úr frumframleiðni og fæðuframboði fyrir smádýrastofna og fiska. Þessi spá virðist að nokkru leytinu til hafa gengið eftir.
Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00