Andri Snær: Lagarfljótið er dautt - ekki að það hafi komið á óvart 12. mars 2013 15:07 Andri Snær Magnason. „Þá er komið í ljós það sem margir óttuðust. Lagarfljótið er dautt. Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart. Sjálfur skrifaði ég heila bók vegna málsins," skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur á bloggið sitt en bókin sem hann vitnar til í þarna er bókin Draumalandið - sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, teldi lífríki Lagafljóts á vonarvöl. Ástæðan er einföld; bygging Kárahnjúkarvirkjunar. Gunnar segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti." Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. Fiskur er meðal annars að hverfa úr fljótinu að sögn Gunnars. Andri Snær skrifar um málið á vefsvæði sínu og segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. Hann spyr aftur á móti hvort Íslendingar ætli að læra af reynslunni. Hann vill meina að örlög Mývatns verði þau sömu. Ástæðan er 90 MW Bjarnarflagsvirkjun sem fyrirhugað er að reisa þar. Andri Snær er harðrorðu á vefsvæði sínu þar sem hann skrifar meðal annars um ástæður þess að svo fór sem fór: „Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart." Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli hið fyrsta um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við Lagarfljót og lífríki Lagarins. Álfheiður vísaði til úrskurðar umhverfisráðuneytis frá því í desember 2001 þar sem fjallað var um áætluð áhrif af framkvæmdinni. Þar kom m.a. fram að breytingar á vantsrennsli og rýni gætu haft áhrif á fæðuframboð og fæðuöflunarsvæði í Lagarfljóti og að breytingar á gróðurfari og varpstöðvum gætu haft áhrif á fuglastofna, hætta á landbroti myndi aukast, litur myndi breytast vegna allt að fimmföldunar á magni svifaurs í vatninu, og draga myndi úr frumframleiðni og fæðuframboði fyrir smádýrastofna og fiska. Þessi spá virðist að nokkru leytinu til hafa gengið eftir. Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
„Þá er komið í ljós það sem margir óttuðust. Lagarfljótið er dautt. Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart. Sjálfur skrifaði ég heila bók vegna málsins," skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur á bloggið sitt en bókin sem hann vitnar til í þarna er bókin Draumalandið - sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, teldi lífríki Lagafljóts á vonarvöl. Ástæðan er einföld; bygging Kárahnjúkarvirkjunar. Gunnar segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti." Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. Fiskur er meðal annars að hverfa úr fljótinu að sögn Gunnars. Andri Snær skrifar um málið á vefsvæði sínu og segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. Hann spyr aftur á móti hvort Íslendingar ætli að læra af reynslunni. Hann vill meina að örlög Mývatns verði þau sömu. Ástæðan er 90 MW Bjarnarflagsvirkjun sem fyrirhugað er að reisa þar. Andri Snær er harðrorðu á vefsvæði sínu þar sem hann skrifar meðal annars um ástæður þess að svo fór sem fór: „Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart." Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli hið fyrsta um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við Lagarfljót og lífríki Lagarins. Álfheiður vísaði til úrskurðar umhverfisráðuneytis frá því í desember 2001 þar sem fjallað var um áætluð áhrif af framkvæmdinni. Þar kom m.a. fram að breytingar á vantsrennsli og rýni gætu haft áhrif á fæðuframboð og fæðuöflunarsvæði í Lagarfljóti og að breytingar á gróðurfari og varpstöðvum gætu haft áhrif á fuglastofna, hætta á landbroti myndi aukast, litur myndi breytast vegna allt að fimmföldunar á magni svifaurs í vatninu, og draga myndi úr frumframleiðni og fæðuframboði fyrir smádýrastofna og fiska. Þessi spá virðist að nokkru leytinu til hafa gengið eftir.
Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00