Lýsa verulegum áhyggjum af símahlustun 12. mars 2013 14:39 Lögmannafélag Íslands lýsir verulegum áhyggjum af því hvernig staðið er að símahlustun í tengslum við rannsókn sakamála. Stjórn félagsins hefur skrifað Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf í tilefni af svari hans við fyrirspurn á Alþingi á dögunum, varðandi símahlustun og þeim umræðum sem spruttu upp í kjölfar þess. Félagið segir að það valdi ekki síst áhyggjum að samtöl sakborninga og verjanda, og einnig samtöl sakborninga og grunaðra manna við aðra lögmenn en verjendur, virðast tekin upp og á þau hlustað af rannsóknaraðilum, án þess að lögmaðurinn sé grunaður um afbrot. „Í bréfi stjórnar félagsins er bent á að brýnt sé að eftirlit verði aukið með framkvæmd símhlustunar og vernd trúnaðarupplýsinga sem fram koma í samskiptum sakborninga og verjenda og eftir atvikum annarra lögmanna, treyst," segir fréttabréfi félagsins. Það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði Ögmund út í málið. Í svari hans kom fram að á árunum 2008 til 2012 hafi íslenskir dómstólar fengið alls 875 beiðnir um símhleranir frá saksóknara- og lögreglustjóraembættum landsins. Af þessum beiðnum hafi sex þeirra verið hafnað og tvær til viðbótar voru teknar til greina að hluta til. Alls voru því veittar 867 heimildir til símhlerunar á þessum fjórum árum, eða um 99,1% af beiðnum sem bárust. „Einnig er í bréfi félagsins bent á að óhjákvæmilega vakni sú spurning hvaða skilning ríkissaksóknari, sem eftirlitsaðili með símahlustun, leggi í inntak 85. gr. sakamálalaga nr. 88/2008. Telur stjórn félagsins að því tilefni rétt að árétta að trúnaðarskyldunni er ætlað að vernda hvers kyns upplýsingar sem fram koma í samskiptum lögmanna við þá sem til þeirra leita, en ekki einvörðungu samskipti sakborninga og lögmanna sem skipaðir hafa verið verjendur þeirra, eins og lesa megi út úr svörum ríkissaksóknara. Þá er í bréfinu óskað viðbótar upplýsinga m.a. um framkvæmd símhlerana þegar verjendur eiga hlut að máli. Loks er í bréfi stjórnar félagsins til innanríkisráðherra óskað eftir fundi með fulltrúum ráðuneytisins og embættis ríkissaksóknara til að ræða þessi mál." Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ekkert svar hafi borist frá innanríkisráðherra. En tekur þó fram að bréfið hafi verið sent fyrir nokkrum dögum síðan. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Lögmannafélag Íslands lýsir verulegum áhyggjum af því hvernig staðið er að símahlustun í tengslum við rannsókn sakamála. Stjórn félagsins hefur skrifað Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf í tilefni af svari hans við fyrirspurn á Alþingi á dögunum, varðandi símahlustun og þeim umræðum sem spruttu upp í kjölfar þess. Félagið segir að það valdi ekki síst áhyggjum að samtöl sakborninga og verjanda, og einnig samtöl sakborninga og grunaðra manna við aðra lögmenn en verjendur, virðast tekin upp og á þau hlustað af rannsóknaraðilum, án þess að lögmaðurinn sé grunaður um afbrot. „Í bréfi stjórnar félagsins er bent á að brýnt sé að eftirlit verði aukið með framkvæmd símhlustunar og vernd trúnaðarupplýsinga sem fram koma í samskiptum sakborninga og verjenda og eftir atvikum annarra lögmanna, treyst," segir fréttabréfi félagsins. Það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði Ögmund út í málið. Í svari hans kom fram að á árunum 2008 til 2012 hafi íslenskir dómstólar fengið alls 875 beiðnir um símhleranir frá saksóknara- og lögreglustjóraembættum landsins. Af þessum beiðnum hafi sex þeirra verið hafnað og tvær til viðbótar voru teknar til greina að hluta til. Alls voru því veittar 867 heimildir til símhlerunar á þessum fjórum árum, eða um 99,1% af beiðnum sem bárust. „Einnig er í bréfi félagsins bent á að óhjákvæmilega vakni sú spurning hvaða skilning ríkissaksóknari, sem eftirlitsaðili með símahlustun, leggi í inntak 85. gr. sakamálalaga nr. 88/2008. Telur stjórn félagsins að því tilefni rétt að árétta að trúnaðarskyldunni er ætlað að vernda hvers kyns upplýsingar sem fram koma í samskiptum lögmanna við þá sem til þeirra leita, en ekki einvörðungu samskipti sakborninga og lögmanna sem skipaðir hafa verið verjendur þeirra, eins og lesa megi út úr svörum ríkissaksóknara. Þá er í bréfinu óskað viðbótar upplýsinga m.a. um framkvæmd símhlerana þegar verjendur eiga hlut að máli. Loks er í bréfi stjórnar félagsins til innanríkisráðherra óskað eftir fundi með fulltrúum ráðuneytisins og embættis ríkissaksóknara til að ræða þessi mál." Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ekkert svar hafi borist frá innanríkisráðherra. En tekur þó fram að bréfið hafi verið sent fyrir nokkrum dögum síðan.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira