Innlent

Neitar að hafa smyglað 2 kílóum af amfetamíni til landsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli.
Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli.
Þrjátíu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa flutt inn 2 kíló af amfetamíni þann 2. janúar síðastliðinn. Efnið var hreint því að unnt er að framleiða 11 kíló úr því miðað við 5,8% styrkleika. Maðurinn flutti efnin til Íslands í þremur dósum af barnamjólkurdufti í farangri sínum í flugi frá Póllandi. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli. Hann neitaði sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×