HÍ lagt að velli og Washington handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2013 15:55 Frá vinstri: Guðmundur Sigurðsson (deildastjóri lagadeildar), Aldís Geirdal, Claudie Ashonie Wilson, Anna Björg Guðjónsdóttir, Guðrún Lilja Sigurðardóttir og Þórdís Ingadóttir. Fjórir fræknir laganemar úr Háskólanum í Reykjavík halda vestur um haf í lok mánaðarins. Þar fer fram stærsta málflutningskeppni í heiminum með þátttakendur frá yfir 500 lagadeildum í rúmlega 80 löndum. Keppnin, Philip C. Jessup International Law Mood Court Competition, hefur farið fram árlega frá 1960 en Íslendingar áttu fyrst fulltrúa í keppninni árið 2000. Anna Björg Guðjónsdóttir, Aldís Geirdal Sverrisdótir, Guðrún Lilja Sigurðardóttir og Claudie Ashonie Wilson skipuðu lið HR sem lagði málflutningslið Háskóla Íslands að velli í forkeppni síðastliðinn föstudag. „Þetta er í annað skiptið sem lið frá HR tekur þátt í aðalkeppninni," segir Anna Björg sem var stigahæsti málflytjandinn í keppninni við HÍ. HR hefur skráð sig til leiks þrisvar sinnum og árangurinn því flottur enda lagadeild háskólans enn á barnsaldri. Anna Björg segir gríðarlega mikla vinnu liggja að baki málflutningskeppni sem þessari. Málsflutningsmenn þurfa bæði að geta varið og stefnt í tilbúna málinu sem fjallar um tvö lönd sem eiga í milliríkjadeilu fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. „Tíminn frá september til janúar fer í að skrifa greinagerðir fyrir hvort land fyrir sig. Eftir það þarf að semja ræður og undirbúa munnlegan málflutning. Hver ræðumaður talar í rúmlega 20 mínútur og gert er ráð fyrir því að dómarar spyrji þáttakendur talsvert á meðan á ræðutíma stendur. Þar með er nauðsynlegt að kunna málið vel og standa fastur með sínum rökum," segir Anna Björg. Liðið heldur utan 29. mars og mun dvelja í Washington í rúma viku. „Keppnin hefst formlega sunndaginn 31. mars og fer fyrsta umferð fram dagana 1. til 3. apríl. Eftir þá lotu öðlast 32 lið þáttökurétt í útsláttarkeppni (byggt á stigagjöf) sem að lokum leiðir tvö hæfustu liðin saman í úrslitaumferð," segir Anna Björg sem lítur á keppnina sem frábært tækifæri fyrir þær stöllur. „Við erum mjög spenntar og hlökkum mikið til. Við lítum á þetta líkt sem gott tækifæri til að kynnast krökkum sem eru í laganámi eins og við." Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fjórir fræknir laganemar úr Háskólanum í Reykjavík halda vestur um haf í lok mánaðarins. Þar fer fram stærsta málflutningskeppni í heiminum með þátttakendur frá yfir 500 lagadeildum í rúmlega 80 löndum. Keppnin, Philip C. Jessup International Law Mood Court Competition, hefur farið fram árlega frá 1960 en Íslendingar áttu fyrst fulltrúa í keppninni árið 2000. Anna Björg Guðjónsdóttir, Aldís Geirdal Sverrisdótir, Guðrún Lilja Sigurðardóttir og Claudie Ashonie Wilson skipuðu lið HR sem lagði málflutningslið Háskóla Íslands að velli í forkeppni síðastliðinn föstudag. „Þetta er í annað skiptið sem lið frá HR tekur þátt í aðalkeppninni," segir Anna Björg sem var stigahæsti málflytjandinn í keppninni við HÍ. HR hefur skráð sig til leiks þrisvar sinnum og árangurinn því flottur enda lagadeild háskólans enn á barnsaldri. Anna Björg segir gríðarlega mikla vinnu liggja að baki málflutningskeppni sem þessari. Málsflutningsmenn þurfa bæði að geta varið og stefnt í tilbúna málinu sem fjallar um tvö lönd sem eiga í milliríkjadeilu fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. „Tíminn frá september til janúar fer í að skrifa greinagerðir fyrir hvort land fyrir sig. Eftir það þarf að semja ræður og undirbúa munnlegan málflutning. Hver ræðumaður talar í rúmlega 20 mínútur og gert er ráð fyrir því að dómarar spyrji þáttakendur talsvert á meðan á ræðutíma stendur. Þar með er nauðsynlegt að kunna málið vel og standa fastur með sínum rökum," segir Anna Björg. Liðið heldur utan 29. mars og mun dvelja í Washington í rúma viku. „Keppnin hefst formlega sunndaginn 31. mars og fer fyrsta umferð fram dagana 1. til 3. apríl. Eftir þá lotu öðlast 32 lið þáttökurétt í útsláttarkeppni (byggt á stigagjöf) sem að lokum leiðir tvö hæfustu liðin saman í úrslitaumferð," segir Anna Björg sem lítur á keppnina sem frábært tækifæri fyrir þær stöllur. „Við erum mjög spenntar og hlökkum mikið til. Við lítum á þetta líkt sem gott tækifæri til að kynnast krökkum sem eru í laganámi eins og við."
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira