Eru hælisleitendur túristar? Teitur Atlason skrifar 22. janúar 2013 06:00 Málefni flóttafólks og hælisleitenda hafa verið í deiglunni að undanförnu. Allskonar fólk leggur á flótta frá heimalandinu vegna allskonar ástæðna. Sumir eiga beinlínis ekkert ríkisfang og eiga því hvergi heima. Aðrir eru að flýja stríðsátök eða ofbeldi. Málaflokkurinn er viðkvæmur eins og sagt er. Það var því með ólíkindum að heyra viðtal við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, þar sem hún gaf í skyn að sumir sem leituðu hælis á Íslandi væru einhverskonar túristar sem væru að „kynnast landi og þjóð og fá frítt uppihald“. Þessi ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, bera vott um fordóma og eru ósæmileg manneskju sem gegnir forstjórastöðu innan stjórnsýslunnar. Ummælin eru greinileg vísbending um hugarfar mismununar. Góður prófsteinn á að meta slíkt er að taka hópinn sem um ræðir út og setja annan inn í staðinn. Hvað þætti ykkur t.d. um ef þessi setning kæmi frá yfirlækninum á Vogi: „Margir sem leita til okkar vilja kynnast fólki og fá frítt uppihald.“Óþægilegar spurningar Þótt málflutningur Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, veki upp óþægilegar spurningar er ljóst að hann er í anda fyrrverandi dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, sem hefur opinberað skoðun sína að hlutverk Útlendingastofnunar sé að „bægja flóttafólki frá landinu“. Við Íslendingar getum gert miklu betur þegar kemur að því að veita flóttafólki og hælisleitendum landvistarleyfi. Við eigum að miða okkur við nágrannaþjóðir okkar í þessum efnum og taka þátt í því að lina þjáningar þeirra þúsunda sem eru á vergangi vegna átaka eða ofbeldishótana. Ég fullyrði að flestir sem leita til Íslands í von um hæli og betra líf, gera það ekki að gamni sínu. Sumir taka ekkert með sér hingað nema umkomuleysið, geta ekki gert sig skiljanlega og með blóðugu hjarta treysta þeir á hjálp ókunnugs fólks. Það er hverri manneskju hollt að reyna að setja sig í þessi spor. Ég held að enginn þeirra 115 einstaklinga sem leituðu til Útlendingastofnunar í von um hæli, hafi verið túristi. Þrátt fyrir allt er eitt gott við ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar. Þau varpa ljósi á hugsunarháttinn sem einkennir afstöðu „kerfisins“ gagnvart hælisleitendum og flóttafólki. Málaflokkurinn er í fullkomnum ólestri hvar sem á er litið. Dómar eru ranglátir, málsmeðferð hælisleitenda er óvilhöll, aðbúnaður hælisleitenda er skammarlegur og víða í samfélaginu grassera fordómar gagnvart hælisleitendum. Orð sjálfs yfirmanns Útlendingastofnunar eru sorglegt dæmi sem styðja þá fullyrðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Málefni flóttafólks og hælisleitenda hafa verið í deiglunni að undanförnu. Allskonar fólk leggur á flótta frá heimalandinu vegna allskonar ástæðna. Sumir eiga beinlínis ekkert ríkisfang og eiga því hvergi heima. Aðrir eru að flýja stríðsátök eða ofbeldi. Málaflokkurinn er viðkvæmur eins og sagt er. Það var því með ólíkindum að heyra viðtal við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, þar sem hún gaf í skyn að sumir sem leituðu hælis á Íslandi væru einhverskonar túristar sem væru að „kynnast landi og þjóð og fá frítt uppihald“. Þessi ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, bera vott um fordóma og eru ósæmileg manneskju sem gegnir forstjórastöðu innan stjórnsýslunnar. Ummælin eru greinileg vísbending um hugarfar mismununar. Góður prófsteinn á að meta slíkt er að taka hópinn sem um ræðir út og setja annan inn í staðinn. Hvað þætti ykkur t.d. um ef þessi setning kæmi frá yfirlækninum á Vogi: „Margir sem leita til okkar vilja kynnast fólki og fá frítt uppihald.“Óþægilegar spurningar Þótt málflutningur Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, veki upp óþægilegar spurningar er ljóst að hann er í anda fyrrverandi dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, sem hefur opinberað skoðun sína að hlutverk Útlendingastofnunar sé að „bægja flóttafólki frá landinu“. Við Íslendingar getum gert miklu betur þegar kemur að því að veita flóttafólki og hælisleitendum landvistarleyfi. Við eigum að miða okkur við nágrannaþjóðir okkar í þessum efnum og taka þátt í því að lina þjáningar þeirra þúsunda sem eru á vergangi vegna átaka eða ofbeldishótana. Ég fullyrði að flestir sem leita til Íslands í von um hæli og betra líf, gera það ekki að gamni sínu. Sumir taka ekkert með sér hingað nema umkomuleysið, geta ekki gert sig skiljanlega og með blóðugu hjarta treysta þeir á hjálp ókunnugs fólks. Það er hverri manneskju hollt að reyna að setja sig í þessi spor. Ég held að enginn þeirra 115 einstaklinga sem leituðu til Útlendingastofnunar í von um hæli, hafi verið túristi. Þrátt fyrir allt er eitt gott við ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar. Þau varpa ljósi á hugsunarháttinn sem einkennir afstöðu „kerfisins“ gagnvart hælisleitendum og flóttafólki. Málaflokkurinn er í fullkomnum ólestri hvar sem á er litið. Dómar eru ranglátir, málsmeðferð hælisleitenda er óvilhöll, aðbúnaður hælisleitenda er skammarlegur og víða í samfélaginu grassera fordómar gagnvart hælisleitendum. Orð sjálfs yfirmanns Útlendingastofnunar eru sorglegt dæmi sem styðja þá fullyrðingu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun