Tesla kemur aftur á óvart með hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 11:58 Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kom flestum á óvart með því að skila hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og áttu fáir von á að Tesla myndi skila hagnaði á neinum öðrum ársfjórðungi þessa árs. Annað kom í ljós í gær, því hagnaður annars ársfjórðungs nam 0,2 dollurum á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 0,17 dollara tapi á hvern hlut. Tesla afhenti 5.150 Model S bíla á öðrum ársfjórðungi og er sá fjöldi bíla meiri en markaðurinn hafði spáð. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Tesla 4.750 bíla. Báða þessa ársfjórðunga seldi Tesla fleiri lúxusbíla í Bandríkjunum í stærðarflokki Model S bílsins en hver hinna þýsku lúxusbílaframleiðenda. Er þá átt við bílana Mercedes Benz S-Class, BMW 7-línuna og Audi A8. Tesla hefur hækkað söluspá sína fyrir þetta ár, frá 20.000 bílum í 21.000. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kom flestum á óvart með því að skila hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og áttu fáir von á að Tesla myndi skila hagnaði á neinum öðrum ársfjórðungi þessa árs. Annað kom í ljós í gær, því hagnaður annars ársfjórðungs nam 0,2 dollurum á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 0,17 dollara tapi á hvern hlut. Tesla afhenti 5.150 Model S bíla á öðrum ársfjórðungi og er sá fjöldi bíla meiri en markaðurinn hafði spáð. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Tesla 4.750 bíla. Báða þessa ársfjórðunga seldi Tesla fleiri lúxusbíla í Bandríkjunum í stærðarflokki Model S bílsins en hver hinna þýsku lúxusbílaframleiðenda. Er þá átt við bílana Mercedes Benz S-Class, BMW 7-línuna og Audi A8. Tesla hefur hækkað söluspá sína fyrir þetta ár, frá 20.000 bílum í 21.000.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent