Grasið er ekkert endilega grænna hinu megin Linda Wiium skrifar 23. janúar 2013 17:45 Í Noregi er ekki skylda að vera meðlimur í stéttarfélagi. Margir íslenskir karlmenn og konur hafa í auknum mæli sl ár leitað út fyrir landsteinana eftir atvinnu og þeirra á meðal eru sjómenn. Margir þessara sjómanna þekkja ekki réttindi sín í Noregi, þá vantar tungumálakunnáttu og þekkingu um norskan rétt og þá kjarasamninga og venjur sem eru í gildi á norskum bátum. Þessi staðreynd og sú staðreynd að margir af þessum sjómönnum eru að sækjast eftir störfum í Noregi vegna atvinnuleysis á Íslandi, leiðir til þess að þeir jafnvel sætta sig við lakari vinnuskilyrði en norskir sjómenn. Það inniber t.d. að þeir fá lægri hlut en norskir sjómenn á tilsvarandi bátum, þeir sætta sig við lélegri búsetuskilyrði yfir lengri tíma og fá minni hvíldartíma. Auk þess eru útgerðirnar skyldugar til að framvísa uppgjörum sem er yfirlit yfir allan kostnað sem dreginn er af heildaraflaverðmæti en stundum hefur verið brestur á því að menn hafi fengið slík uppgjör. Sem lögfræðingur og áhugamanneskja um sjávarútveg og sjórétt, hef ég fengið fyrirspurnir frá sjómönnum sem vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér eða hvað þeir eigi að gera þegar þeir lenda í þeirri stöðu að þeim finnst útgerðin vera að undirborga laun, að uppgjör séu ekki á hreinu og vafi leikur á tryggingamálum. Ég hef því miður fengið vitneskju um útgerð t.d. sem hefur í mörg ár greitt Íslendingum of lágan hlut og ekki framvísað uppgjörum. Sama útgerðin fullvissaði hins vegar menn um að hún fylgdi kjarasamningi Norges Fiskarlag án þess að svo væri. Margir þessara sjómanna reiða sig því á að útgerðarstjórar segi rétt frá og eru svo í þeirri stöðu að vera ekki meðlimir í stéttarfélögum og eiga því erfitt með að sannreyna hvort kjarasamningi sé raunverulega fylgt. Þeir sem eru ekki meðlimir í stéttarfélagi geta því heldur ekki sótt á fyrirtækin nema ráða sér sjálfir lögfræðinga til starfans sem getur haft mikinn kostnað í för með sér. Einhverjir hljóta því að kjósa frekar að halda vinnunni vegna atvinnuástandsins á Íslandi og láta bjóða sér meir en ef þeir hefðu verið í sambærilegum störfum í heimalandi sínu. Ég vil hvetja alla sjómenn sem sækja sjóinn í Noregi að skrá sig í stéttarfélög og kynna sér réttindi sín. Allir eiga rétt á skriflegum ráðningarsamningum sem eru undirritaðir af vinnuveitanda og launþega. Flestir samningar eru aðgengilegir á netinu og má þar benda á heimasíðu Norges Fiskarlags sem er http://www.fiskarlaget.no og heimasíðu norska sjómannafélagsinshttp://www.sjomannsforbundet.no/. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í Noregi er ekki skylda að vera meðlimur í stéttarfélagi. Margir íslenskir karlmenn og konur hafa í auknum mæli sl ár leitað út fyrir landsteinana eftir atvinnu og þeirra á meðal eru sjómenn. Margir þessara sjómanna þekkja ekki réttindi sín í Noregi, þá vantar tungumálakunnáttu og þekkingu um norskan rétt og þá kjarasamninga og venjur sem eru í gildi á norskum bátum. Þessi staðreynd og sú staðreynd að margir af þessum sjómönnum eru að sækjast eftir störfum í Noregi vegna atvinnuleysis á Íslandi, leiðir til þess að þeir jafnvel sætta sig við lakari vinnuskilyrði en norskir sjómenn. Það inniber t.d. að þeir fá lægri hlut en norskir sjómenn á tilsvarandi bátum, þeir sætta sig við lélegri búsetuskilyrði yfir lengri tíma og fá minni hvíldartíma. Auk þess eru útgerðirnar skyldugar til að framvísa uppgjörum sem er yfirlit yfir allan kostnað sem dreginn er af heildaraflaverðmæti en stundum hefur verið brestur á því að menn hafi fengið slík uppgjör. Sem lögfræðingur og áhugamanneskja um sjávarútveg og sjórétt, hef ég fengið fyrirspurnir frá sjómönnum sem vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér eða hvað þeir eigi að gera þegar þeir lenda í þeirri stöðu að þeim finnst útgerðin vera að undirborga laun, að uppgjör séu ekki á hreinu og vafi leikur á tryggingamálum. Ég hef því miður fengið vitneskju um útgerð t.d. sem hefur í mörg ár greitt Íslendingum of lágan hlut og ekki framvísað uppgjörum. Sama útgerðin fullvissaði hins vegar menn um að hún fylgdi kjarasamningi Norges Fiskarlag án þess að svo væri. Margir þessara sjómanna reiða sig því á að útgerðarstjórar segi rétt frá og eru svo í þeirri stöðu að vera ekki meðlimir í stéttarfélögum og eiga því erfitt með að sannreyna hvort kjarasamningi sé raunverulega fylgt. Þeir sem eru ekki meðlimir í stéttarfélagi geta því heldur ekki sótt á fyrirtækin nema ráða sér sjálfir lögfræðinga til starfans sem getur haft mikinn kostnað í för með sér. Einhverjir hljóta því að kjósa frekar að halda vinnunni vegna atvinnuástandsins á Íslandi og láta bjóða sér meir en ef þeir hefðu verið í sambærilegum störfum í heimalandi sínu. Ég vil hvetja alla sjómenn sem sækja sjóinn í Noregi að skrá sig í stéttarfélög og kynna sér réttindi sín. Allir eiga rétt á skriflegum ráðningarsamningum sem eru undirritaðir af vinnuveitanda og launþega. Flestir samningar eru aðgengilegir á netinu og má þar benda á heimasíðu Norges Fiskarlags sem er http://www.fiskarlaget.no og heimasíðu norska sjómannafélagsinshttp://www.sjomannsforbundet.no/.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun