Innlent

Stóðu blómavaktina í allan dag

Þeir voru margir einstaklega litríkir en þó aðeins í dýrari kantinum, blómvendirnir sem karlmenn landsins fjárfestu í þennan konudaginn.

Karlmenn, ungir sem aldnir, voru í meirihluta í blómabúðum og bakaríum landsins í morgun enda ófáar eiginkonur, kærustur, mæður, tengdamæður, ömmur og dætur sem fengu blóm og morgunmat í rúmið.

Mæðgur, sem urðu á vegi Hugrúnar Halldórsdóttur í versluninni Ísblómi, höfðu þó ekki tíma til að hafa það rólegt í morgunsárið. Þær stóðu nefnielga blómavaktina í allan dag og voru búnar að fá þriðju blómasendinguna um þrjúleytið.

Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×