Skólar verða opnir á morgun 6. mars 2013 18:28 150-200 björgunarsveitamenn hafa unnið að um 140 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með upplýsingum um veður í fjölmiðlum í fyrramálið. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að veður gangi niður á höfuðborgarsvæðinu með kvöldinu. Á morgun er reiknað með hægari vindi en í dag eða 13-18 m/s. Hvassast verður á Kjalarnesi. Gert er ráð fyrir 1–6 stiga frosti og éljagangi þegar líður á daginn. Það er reiknað með því að skólar á svæðinu verði opnir á morgun. Lögreglan og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins ítreka þó að fólk fylgist vel með upplýsingum um færð og veður í fjölmiðlum í fyrramálið. Viðbragðsaðilar munu koma saman í morgunsárið, meta stöðuna og senda frá sér upplýsingar til fjölmiðla. Í tilkynningu frá lögreglu og almannavörnum kemur fram að margir aðilar hafi tekið höndum saman í dag um að láta allt ganga sem best í óveðrinu á höfuðborgarsvæðinu. Auk lögreglunnar og almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu má nefna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Sérsveit ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélagið Landsbjörgu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Neyðarlínuna, Vegagerðina, Rauða krossinn, Landhelgisgæsluna, Landspítalann, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, skólastjórnendur, fjölmiðla, auk þeirra fjölmörgu einkaaðila sem komið hafa samborgurum sínum til hjálpar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa um 150–200 björgunarsveitarmenn verið að störfum á höfuðborgarsvæðinu í dag með um 30 tæki, en verkefni sveitanna í dag spanna nú um 140. Fyrst og fremst hafa menn aðstoðað fólk í föstum bílum, einna helst í efri byggðum. Áhersla var lögð á að aðstoða fólk með börn og að færa bíla sem voru í vegi fyrir ruðningstækjum. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu jafnframt starfsfólk Landspítala til þess að komast til vinnu. Líflegt hefur verið á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem tilkynningar frá lögreglunni og almannavörnum hafa jafnóðum verið birtar. Fólk hefur sent lögreglu upplýsingar og borið upp spurningar sem reynt hefur verið að svara eftir fremsta megni. Álag á neyðarnúmerið 112 hefur verið með því mesta sem þekkst hefur. Áríðandi er að fólk átti sig á því að 112 er neyðarnúmer og ekki gert ráð fyrir að þar séu gefnar upplýsingar um færð og annað, neyðarlínan er ekki upplýsingalína. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallaði út viðbótarmannskap til þess að anna miklu álagi við sjúkraflutninga og önnur björgunarstörf. Lögreglan vill benda á að nú er kominn tími til þess að fólk fari að huga að því að fjarlægja bíla sína, sem yfirgefnir voru í dag. Það er mikilvægt að þeir standi ekki í vegi á morgun þegar umferð hefst á ný og möguleiki er á frekari snjókomu. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
150-200 björgunarsveitamenn hafa unnið að um 140 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með upplýsingum um veður í fjölmiðlum í fyrramálið. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að veður gangi niður á höfuðborgarsvæðinu með kvöldinu. Á morgun er reiknað með hægari vindi en í dag eða 13-18 m/s. Hvassast verður á Kjalarnesi. Gert er ráð fyrir 1–6 stiga frosti og éljagangi þegar líður á daginn. Það er reiknað með því að skólar á svæðinu verði opnir á morgun. Lögreglan og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins ítreka þó að fólk fylgist vel með upplýsingum um færð og veður í fjölmiðlum í fyrramálið. Viðbragðsaðilar munu koma saman í morgunsárið, meta stöðuna og senda frá sér upplýsingar til fjölmiðla. Í tilkynningu frá lögreglu og almannavörnum kemur fram að margir aðilar hafi tekið höndum saman í dag um að láta allt ganga sem best í óveðrinu á höfuðborgarsvæðinu. Auk lögreglunnar og almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu má nefna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Sérsveit ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélagið Landsbjörgu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Neyðarlínuna, Vegagerðina, Rauða krossinn, Landhelgisgæsluna, Landspítalann, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, skólastjórnendur, fjölmiðla, auk þeirra fjölmörgu einkaaðila sem komið hafa samborgurum sínum til hjálpar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa um 150–200 björgunarsveitarmenn verið að störfum á höfuðborgarsvæðinu í dag með um 30 tæki, en verkefni sveitanna í dag spanna nú um 140. Fyrst og fremst hafa menn aðstoðað fólk í föstum bílum, einna helst í efri byggðum. Áhersla var lögð á að aðstoða fólk með börn og að færa bíla sem voru í vegi fyrir ruðningstækjum. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu jafnframt starfsfólk Landspítala til þess að komast til vinnu. Líflegt hefur verið á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem tilkynningar frá lögreglunni og almannavörnum hafa jafnóðum verið birtar. Fólk hefur sent lögreglu upplýsingar og borið upp spurningar sem reynt hefur verið að svara eftir fremsta megni. Álag á neyðarnúmerið 112 hefur verið með því mesta sem þekkst hefur. Áríðandi er að fólk átti sig á því að 112 er neyðarnúmer og ekki gert ráð fyrir að þar séu gefnar upplýsingar um færð og annað, neyðarlínan er ekki upplýsingalína. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallaði út viðbótarmannskap til þess að anna miklu álagi við sjúkraflutninga og önnur björgunarstörf. Lögreglan vill benda á að nú er kominn tími til þess að fólk fari að huga að því að fjarlægja bíla sína, sem yfirgefnir voru í dag. Það er mikilvægt að þeir standi ekki í vegi á morgun þegar umferð hefst á ný og möguleiki er á frekari snjókomu.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira