List- og verknám í framhaldsskólum Kristinn Þorsteinsson skrifar 27. júní 2013 06:00 Í aðdraganda kosninga og á síðustu vikum hefur verið mikið rætt um list- og verknám í framhaldsskólum. Má á mörgum skilja að skortur á slíku námi standi nemendum fyrir þrifum og sé jafnvel meginorsök brottfalls og vanlíðunar nemenda á þessum aldri. Nú er alls ekki ætlun mín að gera lítið úr alvarleika brottfalls en bendi þó á að nauðsynlegt er að rýna vel í þær tölur til að átta sig á umfangi vandamálsins í heild. Þegar kemur að framboði á list- og verknámi þá er það svo að framboðið á því á er umtalsvert. Tækniskólinn og Iðnskólinn í Hafnarfirði hafa öflugar listnámsbrautir, ásamt því að bjóða upp á fjölbreytt verknám. Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ bjóða allir upp á öflugar listnámsbrautir og útskrifa á hverri önn hóp nemenda sem hafa öðlast góðan grunn í hinum ólíku listgreinum. Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Tröllaskaga bjóða einnig báðir upp á listnám og fleiri skóla mætti nefna.Í bráðabirgðahúsnæði Þegar rætt er um að stofna sérstakan listamenntaskóla vill gleymast að listaskólar eru þegar til og hafa umtalsverða kosti umfram sérstaka listamenntaskóla, sem er að allir nemendur þessara skóla geta auk bóknáms eða verknáms bætt við sig áföngum í listgreinum. Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ getur nemandi á náttúrufræðibraut lokið námi af þeirri braut ásamt því að hafa að baki 21 einingu í listnámi sem er tæplega einn sjöundi af námi hans í skólanum. Framboð af listnámi er í raun fjölbreytt. Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er boðið upp á listnám í fata- og textílgreinum, leiklist og myndlist, auk þess sem skólinn býður upp á hönnunar- og markaðsbraut. Á þessu ári verður lokið við að hanna styttri útgáfur af öllum þessum brautum, sem nemendur geta brautskráðst af eftir tveggja til þriggja ára nám. Framboð af listnámi, og verknámi einnig, er því talsvert á framhaldsskólastigi. Það sem vantar er að gera því hærra undir höfði í umræðunni og í samfélaginu í heild. Foreldrar verða að átta sig á að námsferill í list- og verkgreinum er ekki síðri en í bóknámi. Stjórnvöld verða að setja nægjanlegt fjármagn í listnám. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur frá upphafi boðið upp á listnám í bráðabirgðahúsnæði. Árið 2008 var búið að teikna viðbyggingu við skólann sem átti að hýsa list- og verknám. Þau áform voru lögð á hilluna í kjölfar hrunsins. Nú er tækifæri til að blása rykið af þessum teikningum og hefja framkvæmdir við nýja viðbyggingu við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og sýna þannig í verki áhuga á að efla list- og verknám á Íslandi. Það þarf ekki að stofna sérstakan listamenntaskóla á Íslandi. Þessir skólar eru til nú þegar og hafa fjölbreytt úrval og öflugt nám upp á að bjóða. Við þurfum að efla veg og virðingu þessa náms ásamt því skapa listaskólum þessa lands aðstöðu og tæki til að efla þetta nám enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga og á síðustu vikum hefur verið mikið rætt um list- og verknám í framhaldsskólum. Má á mörgum skilja að skortur á slíku námi standi nemendum fyrir þrifum og sé jafnvel meginorsök brottfalls og vanlíðunar nemenda á þessum aldri. Nú er alls ekki ætlun mín að gera lítið úr alvarleika brottfalls en bendi þó á að nauðsynlegt er að rýna vel í þær tölur til að átta sig á umfangi vandamálsins í heild. Þegar kemur að framboði á list- og verknámi þá er það svo að framboðið á því á er umtalsvert. Tækniskólinn og Iðnskólinn í Hafnarfirði hafa öflugar listnámsbrautir, ásamt því að bjóða upp á fjölbreytt verknám. Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ bjóða allir upp á öflugar listnámsbrautir og útskrifa á hverri önn hóp nemenda sem hafa öðlast góðan grunn í hinum ólíku listgreinum. Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Tröllaskaga bjóða einnig báðir upp á listnám og fleiri skóla mætti nefna.Í bráðabirgðahúsnæði Þegar rætt er um að stofna sérstakan listamenntaskóla vill gleymast að listaskólar eru þegar til og hafa umtalsverða kosti umfram sérstaka listamenntaskóla, sem er að allir nemendur þessara skóla geta auk bóknáms eða verknáms bætt við sig áföngum í listgreinum. Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ getur nemandi á náttúrufræðibraut lokið námi af þeirri braut ásamt því að hafa að baki 21 einingu í listnámi sem er tæplega einn sjöundi af námi hans í skólanum. Framboð af listnámi er í raun fjölbreytt. Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er boðið upp á listnám í fata- og textílgreinum, leiklist og myndlist, auk þess sem skólinn býður upp á hönnunar- og markaðsbraut. Á þessu ári verður lokið við að hanna styttri útgáfur af öllum þessum brautum, sem nemendur geta brautskráðst af eftir tveggja til þriggja ára nám. Framboð af listnámi, og verknámi einnig, er því talsvert á framhaldsskólastigi. Það sem vantar er að gera því hærra undir höfði í umræðunni og í samfélaginu í heild. Foreldrar verða að átta sig á að námsferill í list- og verkgreinum er ekki síðri en í bóknámi. Stjórnvöld verða að setja nægjanlegt fjármagn í listnám. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur frá upphafi boðið upp á listnám í bráðabirgðahúsnæði. Árið 2008 var búið að teikna viðbyggingu við skólann sem átti að hýsa list- og verknám. Þau áform voru lögð á hilluna í kjölfar hrunsins. Nú er tækifæri til að blása rykið af þessum teikningum og hefja framkvæmdir við nýja viðbyggingu við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og sýna þannig í verki áhuga á að efla list- og verknám á Íslandi. Það þarf ekki að stofna sérstakan listamenntaskóla á Íslandi. Þessir skólar eru til nú þegar og hafa fjölbreytt úrval og öflugt nám upp á að bjóða. Við þurfum að efla veg og virðingu þessa náms ásamt því skapa listaskólum þessa lands aðstöðu og tæki til að efla þetta nám enn frekar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar