Lífið

Brúðkaupið verður eins og Kanye vill hafa það

Kim Kardashian og Kanye West hafa verið saman síðan í apríl á síðasta ári.
Kim Kardashian og Kanye West hafa verið saman síðan í apríl á síðasta ári.
Kim Kardashian ætlar ekki að stjórna miklu þegar kemur að brúðkaupi hennar og Kanye West.

„Við höfum ekki haft lausa stund til þess að ræða það, eða einu sinni til þess að anda, þannig að við höfum ekkert talað um þetta í raun og veru. Bara það sem hann vill,“ sagði Kim Kardashian í samtali við People. Hún bætti þó við að stjúpfaðir hennar Bruce Jenner myndi fylgja henni að altarinu. Ekkert hefur verið rætt um hvenær brúðkaupið verður.

Kim og Kanye trúlofuðu sig nýlega eins og kunnugt er. Náðist bónorðið á myndband. Kim sagði að trúlofunin hefði komið „algjörlega á óvart.“ Ekki einu sinni fjölskylda hennar vissi í hvað stefndi þegar þau komu saman í San Fransisco. „Ég titraði svo mikið, ég titraði allan tímann,“ sagði Kim. „Ég spurði mig hvort þetta væri í alvörunni að gerast. Það var eins og ég upplifði þetta fyrir utan líkama minn.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.