Skoðun

Ágætir okurvextir?

Gauti Kristmannsson skrifar

Leiðari Fréttablaðsins í gær setti fram þá kenningu að ekkert væri að góðum hagnaði bankanna, enda væru þeir að hluta til í eigu almennings. Maður spyr sig samt spurningarinnar hver borgar á meðan tíðindi af afskriftum upp á milljarða eru nánast daglegt brauð. Á sama tíma fá viðskiptavinir bankanna tilkynningar um vaxtahækkanir á húsnæðislánum.



Íslandsbanki var að senda út „Tilkynningu um vaxtaendurskoðun“ þar sem vextir á verðtryggðum lánum eru hækkaðir úr 4,15% í 4,85%. Á móti eru boðin lán til „endurfjármögnunar“ og virðast sum þeirra meira að segja vera á töluvert betri kjörum. En hundurinn liggur grafinn í smáa letrinu þar sem segir: „Hafi húsnæðislán verið með greiðslujöfnun fellur hún niður samhliða endurfjármögnun.“ Hér á að ná til baka því sem teygt var í fyrir aðframkomna lántakendur sem urðu fyrir forsendubrestinum fræga.



Þannig að á meðan nefndir ríkisstjórnarinnar eru að ræða leiðir til að leiðrétta þann forsendubrest er Íslandsbanki a.m.k. byrjaður að leiðrétta á móti og það fyrir fram. Á að hafa landsmenn að fíflum eina ferðina enn?




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×