Saleen mældur 2.200 hestöfl á DYNO mæli Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2013 09:15 Flestir bílar eru á bilinu 100 til 200 hestöfl, en sumir bílar búa að talsvert meira afli. Þessi Saleen S7 bíll er einn þeirra og til að staðfesta raunverulegt afl hans er fátt annað að gera en að skella honum á DYNO mæli og fá úr því skorið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er hann við það að eyðileggja DYNO mælinn með sínu ógnarafli og ekki veitir af öllum þeim ströppum sem halda bílnum á sínum stað, en þrátt fyrir þau dansar hann á mælinum. Mælingin leiðir í ljós að hann skilar 2.200 hestöflum til afturhjólanna. Þessi Saleen S7 bíll hefur fengið einhverja sérmeðferð hjá hinum bandaríska Saleen bílasmið, en venjulegur Saleen S7 býr að 750 hestöflum og hefur hámarkshraða uppá 399 km/klst. Hver ætli hámarkshraði þessa bíls sé þá? Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Töluverður fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna slyss við Hvítá Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent
Flestir bílar eru á bilinu 100 til 200 hestöfl, en sumir bílar búa að talsvert meira afli. Þessi Saleen S7 bíll er einn þeirra og til að staðfesta raunverulegt afl hans er fátt annað að gera en að skella honum á DYNO mæli og fá úr því skorið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er hann við það að eyðileggja DYNO mælinn með sínu ógnarafli og ekki veitir af öllum þeim ströppum sem halda bílnum á sínum stað, en þrátt fyrir þau dansar hann á mælinum. Mælingin leiðir í ljós að hann skilar 2.200 hestöflum til afturhjólanna. Þessi Saleen S7 bíll hefur fengið einhverja sérmeðferð hjá hinum bandaríska Saleen bílasmið, en venjulegur Saleen S7 býr að 750 hestöflum og hefur hámarkshraða uppá 399 km/klst. Hver ætli hámarkshraði þessa bíls sé þá?
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Töluverður fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna slyss við Hvítá Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent