Ráðast í verkefni til að lyfta menntunarstigi Breiðhyltinga 7. september 2013 07:00 Tilraunaverkefnið hefst í Breiðholti í haust en er þegar í gangi á Norðvesturlandi. Fréttablaðið/GVA Verkefni sem lýtur að hækkun menntunarstigs í Breiðholti er að hefjast. Um samstarf ríkisins, Reykjavíkurborgar og aðila vinnumarkaðarins er að ræða. Verkefni af sama meiði hefur þegar verið hrint af stað í Norðvesturkjördæmi, en fjallað var um verkefnið í Breiðholti á fundi borgarráðs á fimmtudag. Markmiðið er að auka formlega menntun fólks sem og að viðurkenna færni sem fólk hefur aflað sér á lífsleiðinni. Markmiðið er ekki síst að ná til þeirra sem eru atvinnulausir, en stór markhópur þessa verkefnis eru fjölskyldur innflytjenda sem eru hlutfallslega flestar í Breiðholti innan hverfa Reykjavíkurborgar.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir verkefnið beinast að þeim sem hafa ekki lokið formlegri menntun eftir grunnskólapróf og gera þeim unnt að bæta við sig. Ísland standi sig illa á þessu sviði, eins og greiningar sýna og yfir 30% fólks á vinnumarkaði eru aðeins með grunnskólapróf. „Þetta er neikvætt fyrir atvinnulífið, en ekki síst fyrir þessa einstaklinga sem eiga í hlut því reynslan sínir að samdráttur á atvinnumarkaði bitnar hart á þeim hópi.“ Dagur hefur orð á því, í ljósi mikilvægis verkefnisins, hversu mikilvægt það er að verkefni sem þetta lendi ekki undir niðurskurðarhnífnum, en það er fjármagnað af ríkinu að mestu. Í greinargerð, sem lögð var fram í borgarráði á fimmtudag, eru nefndar ástæður fyrir því að verkefnið snýr að Breiðholti. Þar kemur fram að menntunarstig er lægra í Breiðholti en á flestum öðrum stöðum hér á landi, en samkvæmt tölum Hagstofunnar er ríflega þrefaldur munur miðað við meðaltal. Þá er svæðisbundið atvinnuleysi í Breiðholti með því hæsta hér á landi. Munurinn er allt að tvöfaldur miðað við ýmis önnur hverfi borgarinnar. Ein helsta ástæðan fyrir verkefninu er að í þessu stærsta hverfi borgarinnar búa flestar fjölskyldur innflytjenda. „Er til dæmis líklegt að innflytjendur sem eiga í mestum vanda vegna atvinnuleysis, verði stór markhópur þessa menntaverkefnis enda mælist atvinnuleysi meira hjá innflytjendum,“ segir þar. Verkefnið hefst með ráðningu verkefnisstjóra sem starfar með hverfisstjóra Breiðholts og hóps sem heldur utan um framkvæmdaþátt verkefnisins. Ráðnir verða til starfa náms- og starfsráðgjafar. Við þær ráðningar verður horft til ráðgjafa af erlendum uppruna sem endurspegla fjölmennustu innflytjandahópanna í hverfinu. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Verkefni sem lýtur að hækkun menntunarstigs í Breiðholti er að hefjast. Um samstarf ríkisins, Reykjavíkurborgar og aðila vinnumarkaðarins er að ræða. Verkefni af sama meiði hefur þegar verið hrint af stað í Norðvesturkjördæmi, en fjallað var um verkefnið í Breiðholti á fundi borgarráðs á fimmtudag. Markmiðið er að auka formlega menntun fólks sem og að viðurkenna færni sem fólk hefur aflað sér á lífsleiðinni. Markmiðið er ekki síst að ná til þeirra sem eru atvinnulausir, en stór markhópur þessa verkefnis eru fjölskyldur innflytjenda sem eru hlutfallslega flestar í Breiðholti innan hverfa Reykjavíkurborgar.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir verkefnið beinast að þeim sem hafa ekki lokið formlegri menntun eftir grunnskólapróf og gera þeim unnt að bæta við sig. Ísland standi sig illa á þessu sviði, eins og greiningar sýna og yfir 30% fólks á vinnumarkaði eru aðeins með grunnskólapróf. „Þetta er neikvætt fyrir atvinnulífið, en ekki síst fyrir þessa einstaklinga sem eiga í hlut því reynslan sínir að samdráttur á atvinnumarkaði bitnar hart á þeim hópi.“ Dagur hefur orð á því, í ljósi mikilvægis verkefnisins, hversu mikilvægt það er að verkefni sem þetta lendi ekki undir niðurskurðarhnífnum, en það er fjármagnað af ríkinu að mestu. Í greinargerð, sem lögð var fram í borgarráði á fimmtudag, eru nefndar ástæður fyrir því að verkefnið snýr að Breiðholti. Þar kemur fram að menntunarstig er lægra í Breiðholti en á flestum öðrum stöðum hér á landi, en samkvæmt tölum Hagstofunnar er ríflega þrefaldur munur miðað við meðaltal. Þá er svæðisbundið atvinnuleysi í Breiðholti með því hæsta hér á landi. Munurinn er allt að tvöfaldur miðað við ýmis önnur hverfi borgarinnar. Ein helsta ástæðan fyrir verkefninu er að í þessu stærsta hverfi borgarinnar búa flestar fjölskyldur innflytjenda. „Er til dæmis líklegt að innflytjendur sem eiga í mestum vanda vegna atvinnuleysis, verði stór markhópur þessa menntaverkefnis enda mælist atvinnuleysi meira hjá innflytjendum,“ segir þar. Verkefnið hefst með ráðningu verkefnisstjóra sem starfar með hverfisstjóra Breiðholts og hóps sem heldur utan um framkvæmdaþátt verkefnisins. Ráðnir verða til starfa náms- og starfsráðgjafar. Við þær ráðningar verður horft til ráðgjafa af erlendum uppruna sem endurspegla fjölmennustu innflytjandahópanna í hverfinu.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira