Læra að sauma nýjar flíkur úr gömlum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 7. september 2013 07:00 Karlar voru einnig þátttakendur á saumanámskeiði Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins í fyrra. Þátttakendur á saumanámskeiðum Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishers Reykjavíkur í fyrra verða aðalleiðbeinendur á saumanámskeiðunum sem haldin verða í vetur. „Við erum að virkja skjólstæðingana okkar sem er alveg frábært. Þeir voru fyrst þátttakendur á námskeiðunum og urðu svo aðstoðarmenn þar sem þeir stóðu sig svo vel. Núna verða þeir aðalleiðbeinendurnir,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu. Hún getur þess að mikið hafi verið spurt hvort ekki yrðu haldin slík námskeið að nýju. „Við erum búin að fínpússa námskeiðin. Byrjað verður á námskeiði þar sem undirstöðuatriði saumaskapar verða kennd. Á framhaldsnámskeiði verður svo kennt hvernig hægt er að gera við föt og breyta þeim. Þátttakendur geta komið með föt að heiman sem þeir vilja breyta eða fengið föt hjá okkur og búið til nýjar flíkur úr þeim. Bæði við og Hjálpræðisherinn eigum óhemjumikið magn af notuðum fötum sem nýta má til slíks. Þessi námskeið styrkja skjólstæðingana okkar og það gerðu einnig sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur sem haldin voru í fyrra. Við stefnum að því að halda slík námskeið á ný. Þetta er hópur sem er mjög afskiptur og einangraður.“ Að sögn Vilborgar er jafnframt verið að leita að samstarfsaðilum svo hægt sé að halda námskeið í sláturgerð í haust. „Það tekst vonandi fljótlega. Slátur er ódýr matur. Þeir sem kunna sláturgerð geta sparað talsvert.“ Svokallaður skólastuðningur hefur verið veittur um 400 grunnskólabörnum í haust. „Stuðningur er veittur upp í kostnað vegna skólabyrjunar,“ segir Vilborg. Um 100 fjölskyldur hafa fengið styrk vegna skólagöngu framhaldsskólanema. „Þau koma þá með kvittanir fyrir skólagjöldum og bókakaupum. Við erum einnig í samstarfi við Velferðarsjóð barna vegna framhaldsskólanema. Við útvegum þeim uppgerðar notaðar tölvur sem eru í fínu standi.“ Á síðasta starfsári fengu 2.230 fjölskyldur aðstoð hjá Hjálparstarfinu á einn eða annan hátt í 5.411 skipti. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Þátttakendur á saumanámskeiðum Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishers Reykjavíkur í fyrra verða aðalleiðbeinendur á saumanámskeiðunum sem haldin verða í vetur. „Við erum að virkja skjólstæðingana okkar sem er alveg frábært. Þeir voru fyrst þátttakendur á námskeiðunum og urðu svo aðstoðarmenn þar sem þeir stóðu sig svo vel. Núna verða þeir aðalleiðbeinendurnir,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu. Hún getur þess að mikið hafi verið spurt hvort ekki yrðu haldin slík námskeið að nýju. „Við erum búin að fínpússa námskeiðin. Byrjað verður á námskeiði þar sem undirstöðuatriði saumaskapar verða kennd. Á framhaldsnámskeiði verður svo kennt hvernig hægt er að gera við föt og breyta þeim. Þátttakendur geta komið með föt að heiman sem þeir vilja breyta eða fengið föt hjá okkur og búið til nýjar flíkur úr þeim. Bæði við og Hjálpræðisherinn eigum óhemjumikið magn af notuðum fötum sem nýta má til slíks. Þessi námskeið styrkja skjólstæðingana okkar og það gerðu einnig sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur sem haldin voru í fyrra. Við stefnum að því að halda slík námskeið á ný. Þetta er hópur sem er mjög afskiptur og einangraður.“ Að sögn Vilborgar er jafnframt verið að leita að samstarfsaðilum svo hægt sé að halda námskeið í sláturgerð í haust. „Það tekst vonandi fljótlega. Slátur er ódýr matur. Þeir sem kunna sláturgerð geta sparað talsvert.“ Svokallaður skólastuðningur hefur verið veittur um 400 grunnskólabörnum í haust. „Stuðningur er veittur upp í kostnað vegna skólabyrjunar,“ segir Vilborg. Um 100 fjölskyldur hafa fengið styrk vegna skólagöngu framhaldsskólanema. „Þau koma þá með kvittanir fyrir skólagjöldum og bókakaupum. Við erum einnig í samstarfi við Velferðarsjóð barna vegna framhaldsskólanema. Við útvegum þeim uppgerðar notaðar tölvur sem eru í fínu standi.“ Á síðasta starfsári fengu 2.230 fjölskyldur aðstoð hjá Hjálparstarfinu á einn eða annan hátt í 5.411 skipti.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira