Piltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. september 2013 12:25 MYND / KYLFINGUR.IS Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með frammistöðu piltanna okkar sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem lauk í Slóvakíu í gær. Piltarnir stóðu sig frábærlega og tryggðu Íslandi eitt af þremur lausum sætunum á Evrópumótinu pilta 18 ára og yngri sem fram fer í Noregi á næsta ári. Landsliðsþjálfarainn var að vonum mjög kátur. „Maður getur ekki verið annað en ánægður og stoltur eftir þessa frammistöðu hjá strákunum. Markmiðið var að tryggja okkur eitt af þremur efstu sætunum og það tókst,“ sagði Úlfar Jónsson. „Finnar sóttu verulega á undir lokin en strákarnir stóðust álagið og náðu að landa þriðja sætinu. Þessi keppni er alltaf að verða sterkari og sterkari. Það gerir þennan árangur enn ánægjulegri. „Það hjálpaði okkur svo sannarlega framúrskarandi árangur hjá Gísla og Fannari Inga, að vera með tvö bestu skor einstaklinga, en liðsheildin var frábær og allir voru vel undirbúnir og einbeittir allan tímann. „Við erum með ungt og sterkt lið, Það segir manni að framtíðin er björt í íslensku golfi. Það er líka sérlega ánægjulegt að karlaliðið náði fyrr í sumar að tryggja sér þátttökurétt á EM landsliða á næsta ári. Þannig að við munum leika á a.m.k. þremur Evrópumótum landsliða á næsta ári, þ.e. karla, kvenna og pilta. Þetta er frábær endir á góðu tímabili,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með frammistöðu piltanna okkar sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem lauk í Slóvakíu í gær. Piltarnir stóðu sig frábærlega og tryggðu Íslandi eitt af þremur lausum sætunum á Evrópumótinu pilta 18 ára og yngri sem fram fer í Noregi á næsta ári. Landsliðsþjálfarainn var að vonum mjög kátur. „Maður getur ekki verið annað en ánægður og stoltur eftir þessa frammistöðu hjá strákunum. Markmiðið var að tryggja okkur eitt af þremur efstu sætunum og það tókst,“ sagði Úlfar Jónsson. „Finnar sóttu verulega á undir lokin en strákarnir stóðust álagið og náðu að landa þriðja sætinu. Þessi keppni er alltaf að verða sterkari og sterkari. Það gerir þennan árangur enn ánægjulegri. „Það hjálpaði okkur svo sannarlega framúrskarandi árangur hjá Gísla og Fannari Inga, að vera með tvö bestu skor einstaklinga, en liðsheildin var frábær og allir voru vel undirbúnir og einbeittir allan tímann. „Við erum með ungt og sterkt lið, Það segir manni að framtíðin er björt í íslensku golfi. Það er líka sérlega ánægjulegt að karlaliðið náði fyrr í sumar að tryggja sér þátttökurétt á EM landsliða á næsta ári. Þannig að við munum leika á a.m.k. þremur Evrópumótum landsliða á næsta ári, þ.e. karla, kvenna og pilta. Þetta er frábær endir á góðu tímabili,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira