Eigendur Lagarfljóts slegnir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Pétur Elísson "Ég hef enga trú á að virkjanaleyfið hefði nokkurn tíma verið gefið út ef þetta hefði legið fyrir," segir Pétur Elísson, formaður Félags landeigenda við Lagarfljót, um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki Lagarfljóts. Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, lýsti í Fréttablaðinu í gær innihaldi óbirtrar úttektar Landsvirkjunar á lífríki Lagarfljóts. Sagði Gunnar lífríkið "nánast búið". Landeigendur ræddu málið á félagsfundi í fyrrakvöld. "Það er meira en lítið mál að lífríki á vatnasvæði Lagarfljóts sé að drepast. Það er stórslys og náttúrulega alveg forkastanlegt. Menn eru bara slegnir," segir Pétur Elísson og bendir á að málið varði ekki aðeins landeigendur við Lagarfljótið sjálft. Áhrifin nái til þveránna sem til þessa hafi notið fiskgengdar úr fljótinu. "Það má segja að þetta sé dauðadómur," segir hann en undirstrikar þó að niðurstöður rannsókna Landsvirkjunar séu enn ekki endanlegar. "Vegna eðlis Lagarfljóts og lífríkis þess er það mat ráðuneytisins að breytingar á svifaur muni ekki valda miklum áhrifum á lífríki vatnsins," sagði í úrskurði Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra þegar hún síðla árs 2001 ógilti synjun Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn Kárahnúkavirkjun. Aðspurður játar Pétur því að legið hafi fyrir að rýni í Lagarfljóti myndi minnka með tilheyrandi áhrifum á lífríkið þegar Kárahnjúkavirkjun væri komin í gang. "En það datt engum í hug að þetta yrði með þessum ósköpum eins og virðist vera núna," segir hann. Lagarfljót er um eitt hundrað ferkílómetrar, að sögn Péturs, og vatnasviðið allt miklu stærra. "Ég held að við getum ekki gortað af hreinni orku til laða til okkar ferðamenn ef við drepum lífríkið á fleiri hundruð ferkílómetrum." Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
"Ég hef enga trú á að virkjanaleyfið hefði nokkurn tíma verið gefið út ef þetta hefði legið fyrir," segir Pétur Elísson, formaður Félags landeigenda við Lagarfljót, um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki Lagarfljóts. Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, lýsti í Fréttablaðinu í gær innihaldi óbirtrar úttektar Landsvirkjunar á lífríki Lagarfljóts. Sagði Gunnar lífríkið "nánast búið". Landeigendur ræddu málið á félagsfundi í fyrrakvöld. "Það er meira en lítið mál að lífríki á vatnasvæði Lagarfljóts sé að drepast. Það er stórslys og náttúrulega alveg forkastanlegt. Menn eru bara slegnir," segir Pétur Elísson og bendir á að málið varði ekki aðeins landeigendur við Lagarfljótið sjálft. Áhrifin nái til þveránna sem til þessa hafi notið fiskgengdar úr fljótinu. "Það má segja að þetta sé dauðadómur," segir hann en undirstrikar þó að niðurstöður rannsókna Landsvirkjunar séu enn ekki endanlegar. "Vegna eðlis Lagarfljóts og lífríkis þess er það mat ráðuneytisins að breytingar á svifaur muni ekki valda miklum áhrifum á lífríki vatnsins," sagði í úrskurði Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra þegar hún síðla árs 2001 ógilti synjun Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn Kárahnúkavirkjun. Aðspurður játar Pétur því að legið hafi fyrir að rýni í Lagarfljóti myndi minnka með tilheyrandi áhrifum á lífríkið þegar Kárahnjúkavirkjun væri komin í gang. "En það datt engum í hug að þetta yrði með þessum ósköpum eins og virðist vera núna," segir hann. Lagarfljót er um eitt hundrað ferkílómetrar, að sögn Péturs, og vatnasviðið allt miklu stærra. "Ég held að við getum ekki gortað af hreinni orku til laða til okkar ferðamenn ef við drepum lífríkið á fleiri hundruð ferkílómetrum."
Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00
Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00