Innlent

Sautján slösuðust í umferðinni í síðustu viku

Óveðrið var ein orsök þess að svo margir slösuðust.
Óveðrið var ein orsök þess að svo margir slösuðust. Mynd/ Stefán.
Sautján vegfarendur slösuðust í átta umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ekki hafa fleiri slasast á einni viku frá áramótum. Munar þar mestu um tvö slys í óveðrinu á miðvikudag þar sem samtals átta slösuðust.

Lögreglan segir að við greiningu á árekstrum og slysum sem urðu á miðvikudag, þegar hálka var á vegum og hríðarbylur úti, virðist sem sumir ökumenn hafi ekið allt of hratt miðað við aðstæður. Bæði beri fjöldi óhappa þess merki sem og vitnisburður um að ökutækjum, þungum jeppum þar á meðal, hafi verið ekið með ótrúlegum hraða þrátt fyrir lítið sem ekkert skyggni og langa stöðvunarvegalengd. Af þessu hafi hlotist bæði eigna- og slysatjón.

Lögregla minnir því á að gætilegur hægur akstur þegar skyggni er lítið og hálka á vegum, er best til þess fallinn að fyrirbyggja óhöpp og slys. Beinir hún því sérstaklega til þeirra ökumanna sem ekki höfðu þessa einföldu varúðarreglu í huga á miðvikudag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×