"Brúin er alveg örugg" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2013 12:59 "Það er bara leiðinlegt að keyra yfir brúna. Hún er öll í bylgjum og menn þurfa að hægja vel á sér. Þannig hefur það verið lengi," segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar um einbreiðu brúna yfir Hornafjarðarfljót. Gunnar Stígur Reynisson tók myndband á dögunum þar sem hann ekur yfir brúna og vekja stór op á vegriði brúarinnar athygli. Á einum stað eru vegriðin bundin saman með reipi. Vekur myndbandið upp þá spurningu hvort ekki sé kominn tími á brúna. "Ný brú er á samgönguáætlun. Byrjað verður á henni á öðru tímabili 2015-2018 og verkinu lýkur svo á þriðja tímabilinu 2019-2022. Þetta er heilmikil vegagerð. Vegurinn færist allur til og styttist," segir G. Pétur. Í Samgönguáætlun 2011-2022 er fjallað um hvernig hringvegurinn verði færður við Hornafjörð. Mun hringvegurinn styttast um 11 kílómetra við breytinguna.Nýja brúin yfir HornafjarðarfljótSamgönguáætlun 2011-2022"Nýja brúin hefur verið á áætlun töluvert lengi og verið í undirbúningi mjög lengi. Þetta er framkvæmd upp á 4,9 milljarða í samgönguáætlun. Þetta er mikil framkvæmd. Þessar stóru einbreiðu brýr eru mikil verk," segir G. Pétur. Aðspurður um hversu örugg brúin sé svarar G. Pétur: "Brúin er alveg örugg." Varðandi vegriðin minnir G. Pétur á að brúin sé ekki hugsuð fyrir gangandi vegfarendur enda sé engin göngubraut á brúnni sem er einbreið. "Það er auðvitað leiðinlegt ef brúin lítur illa út. Vegriðin þurfa auðvitað að vera örugg og það er fylgst með því," segir G. Pétur. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar er væntanlegur á svæðið í apríl til þess að setja nýtt vegrið á brúna. Talið er að rekja megi skemmdirnar, sem sjást glögglega á myndbandinu hér að neðan, til stærri tækja sem krækja í stálið á leið sinni yfir brúna. Myndbandið Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
"Það er bara leiðinlegt að keyra yfir brúna. Hún er öll í bylgjum og menn þurfa að hægja vel á sér. Þannig hefur það verið lengi," segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar um einbreiðu brúna yfir Hornafjarðarfljót. Gunnar Stígur Reynisson tók myndband á dögunum þar sem hann ekur yfir brúna og vekja stór op á vegriði brúarinnar athygli. Á einum stað eru vegriðin bundin saman með reipi. Vekur myndbandið upp þá spurningu hvort ekki sé kominn tími á brúna. "Ný brú er á samgönguáætlun. Byrjað verður á henni á öðru tímabili 2015-2018 og verkinu lýkur svo á þriðja tímabilinu 2019-2022. Þetta er heilmikil vegagerð. Vegurinn færist allur til og styttist," segir G. Pétur. Í Samgönguáætlun 2011-2022 er fjallað um hvernig hringvegurinn verði færður við Hornafjörð. Mun hringvegurinn styttast um 11 kílómetra við breytinguna.Nýja brúin yfir HornafjarðarfljótSamgönguáætlun 2011-2022"Nýja brúin hefur verið á áætlun töluvert lengi og verið í undirbúningi mjög lengi. Þetta er framkvæmd upp á 4,9 milljarða í samgönguáætlun. Þetta er mikil framkvæmd. Þessar stóru einbreiðu brýr eru mikil verk," segir G. Pétur. Aðspurður um hversu örugg brúin sé svarar G. Pétur: "Brúin er alveg örugg." Varðandi vegriðin minnir G. Pétur á að brúin sé ekki hugsuð fyrir gangandi vegfarendur enda sé engin göngubraut á brúnni sem er einbreið. "Það er auðvitað leiðinlegt ef brúin lítur illa út. Vegriðin þurfa auðvitað að vera örugg og það er fylgst með því," segir G. Pétur. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar er væntanlegur á svæðið í apríl til þess að setja nýtt vegrið á brúna. Talið er að rekja megi skemmdirnar, sem sjást glögglega á myndbandinu hér að neðan, til stærri tækja sem krækja í stálið á leið sinni yfir brúna. Myndbandið
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira