Tjónabílar þekja heilan flugvöll 5. janúar 2013 19:15 Hver metri flugbrautarinnar vel nýttur Alls skemmdust 230.000 bílar í fellibylnum Sandy í BandaríkjunumTjón af völdum náttúruhamfara eru oft á tíðum lengi fyrir augum þolendanna. Flestir bílar sem urðu illa fyrir barðinu á fellibylnum Sandy eru þó farnir af götunum og bílasölunum. En hvar skildu þeir þá vera? Fjöldi þeirra var svo mikill að ekki dugar minna en heilu flugvellirnir, sem eru ekki í notkun fyrir vikið. Alls er talið að 230.000 bílar hafi skemmst í fellibylnum ógurlega og 15.000 þeirra eru til að mynda geymdir á þessum flugvelli í New York fylki. Þar bíða þeir eftir því að tryggingafyrirtæki ráði úr tjónamálum sínum og búast má við því að margir af þessum bílum birtist síðan á bílasölum sem selja notaða bíla. Þar verða þeir að vera sérmerktir sem flóðabílar og verð þeirra mun væntanlega endurspegla það. Margir vilja þó meina að slíkir bílar eigi allir að fara í endurvinnslu og að þeir séu í raun tifandi tímasprengjur með ónýtt rafkerfi. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent
Alls skemmdust 230.000 bílar í fellibylnum Sandy í BandaríkjunumTjón af völdum náttúruhamfara eru oft á tíðum lengi fyrir augum þolendanna. Flestir bílar sem urðu illa fyrir barðinu á fellibylnum Sandy eru þó farnir af götunum og bílasölunum. En hvar skildu þeir þá vera? Fjöldi þeirra var svo mikill að ekki dugar minna en heilu flugvellirnir, sem eru ekki í notkun fyrir vikið. Alls er talið að 230.000 bílar hafi skemmst í fellibylnum ógurlega og 15.000 þeirra eru til að mynda geymdir á þessum flugvelli í New York fylki. Þar bíða þeir eftir því að tryggingafyrirtæki ráði úr tjónamálum sínum og búast má við því að margir af þessum bílum birtist síðan á bílasölum sem selja notaða bíla. Þar verða þeir að vera sérmerktir sem flóðabílar og verð þeirra mun væntanlega endurspegla það. Margir vilja þó meina að slíkir bílar eigi allir að fara í endurvinnslu og að þeir séu í raun tifandi tímasprengjur með ónýtt rafkerfi.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent