Innlent

Íslenskir Outlaws menn handteknir í Noregi, verða sendir heim á ný

Sex íslenskir meðlimir vélhjólasamtakanna Outlaws eru nú í haldi norsku lögreglunnar í flugstöðinni á Gardermoen flugvellinum.

Outlaws mennirnir munu hafa komið til Noregs í gær en ætlunin þeirra var að taka þátt í stórri Outlaws hátíð sem haldin verður í Oppegård um helgina.

Í frétt um málið á norska fréttavefnum rb.no er haft eftir Björn Pettersen lögmanni lögreglunnar í Romerike að þessir Íslendingar verði sendir aftur til Íslands um leið og far fæst fyrir þá.

Ákvörðum lögreglunnar um að stöðva Íslendingana er tekin með tilliti til þess að í Noregi flokkast Outlaws sem glæpasamtök. Því teljast Íslendingar þessir vera ógn við öryggi almennings í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×