Íslendingar verðlaunaðir 18. febrúar 2013 06:00 Hluti af íslensku höfundunum f.v. Helga Kristjánsdóttir, Þorsteinn I. Sigfússon (ritstjóri), Brynhildur Davíðsbóttir, Ólafur Floventz, Sigrún N. Karlsdóttir, Þráinn Friðriksson, Halldór Ármannsson, Kristján Sæmundsson og Ingibjörg Sverrisdóttir, landsbókavörður. Mynd/nmi.is Íslenskir vísinda- og tæknimenn eru meðal höfunda átta binda fræðsluverks um endurnýjanlega orku sem hlaut á dögunum hin viðurkenndu PROSE-verðlaun sem veitt eru fyrir stór alfræðirit. Verkið kom út í sumar kom út hjá Elsevier forlaginu í Oxford. Þetta er átta binda fræðsluverk um endurnýjanlega orku. Aðalritstjóri verksins var Ali Sayigh, prófessor hjá Háskólanum Southampton í Bretlandi. Verkið spannar alla endurnýjanlega orku og er heilt bindi í verkinu helgað jarðhita undir ritstjórn Þorsteins I. Sigfússonar, prófessors og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Á fundi í Washington í vikunni tilkynnti Samband bandarískra útgefenda að verkið hefði hlotið hin viðurkenndu PROSE verðlaun sem veitt eru fyrir stór margra binda alfræðirit. Heildarverkið er á fimmta þúsund síður, bindið um jarðhita er 300 blaðsíður að stærð. Bindið er borið uppi af köflum rituðum af íslenskum vísinda- og tæknimönnum. Höfundar eru Guðni Axelsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ólafur Flóventz, Gylfi Páll Hersir, Kristján Sæmundsson, Sigrún N. Karlsdóttir, Halldór Ármannsson, Þráinn Friðriksson, Helga Kristjánsdóttir, Ásgeir Margeirsson og Þorsteinn I. Sigfússon. Meðal annarra höfunda i bókinni eru Ronald diPippo, Lad Rybach og John Lund. Landsbókasafn – háskólabókasafn hefur tekið verkið í safnkost sinn og verður það varðveitt á Íslandsdeild safnsins. Þorsteinn Ingi Sigfússon, ritstjóri jarðhitabindisins, sagði við kynningu á verkinu í Landsbókasafni að PROSE viðurkenningin væri kærkomin og bókin bæri vitnisburð um hvað íslenskir vísindamenn standi framarlega á þessu sviði. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Íslenskir vísinda- og tæknimenn eru meðal höfunda átta binda fræðsluverks um endurnýjanlega orku sem hlaut á dögunum hin viðurkenndu PROSE-verðlaun sem veitt eru fyrir stór alfræðirit. Verkið kom út í sumar kom út hjá Elsevier forlaginu í Oxford. Þetta er átta binda fræðsluverk um endurnýjanlega orku. Aðalritstjóri verksins var Ali Sayigh, prófessor hjá Háskólanum Southampton í Bretlandi. Verkið spannar alla endurnýjanlega orku og er heilt bindi í verkinu helgað jarðhita undir ritstjórn Þorsteins I. Sigfússonar, prófessors og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Á fundi í Washington í vikunni tilkynnti Samband bandarískra útgefenda að verkið hefði hlotið hin viðurkenndu PROSE verðlaun sem veitt eru fyrir stór margra binda alfræðirit. Heildarverkið er á fimmta þúsund síður, bindið um jarðhita er 300 blaðsíður að stærð. Bindið er borið uppi af köflum rituðum af íslenskum vísinda- og tæknimönnum. Höfundar eru Guðni Axelsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ólafur Flóventz, Gylfi Páll Hersir, Kristján Sæmundsson, Sigrún N. Karlsdóttir, Halldór Ármannsson, Þráinn Friðriksson, Helga Kristjánsdóttir, Ásgeir Margeirsson og Þorsteinn I. Sigfússon. Meðal annarra höfunda i bókinni eru Ronald diPippo, Lad Rybach og John Lund. Landsbókasafn – háskólabókasafn hefur tekið verkið í safnkost sinn og verður það varðveitt á Íslandsdeild safnsins. Þorsteinn Ingi Sigfússon, ritstjóri jarðhitabindisins, sagði við kynningu á verkinu í Landsbókasafni að PROSE viðurkenningin væri kærkomin og bókin bæri vitnisburð um hvað íslenskir vísindamenn standi framarlega á þessu sviði.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira