Innlent

Leita að fenýlbútasóni í kjöti

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Niðurstöður rannsókna á hrossakjöti hér og í Noregi verða aðgengilegar yfirvöldum EES-landa.Fréttablaðið/GVA
Niðurstöður rannsókna á hrossakjöti hér og í Noregi verða aðgengilegar yfirvöldum EES-landa.Fréttablaðið/GVA
Staða mála varðandi ólöglega notkun og merkingu hrossakjöts í kjötvörum verður könnuð hér sérstaklega að beiðni ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.

Fundað verður vegna málsins í dag í ráðgjafanefnd EFTA um dýraheilbrigðismál (EFTA Veterinary and Phystosanitary Committee).

„Á fundinum mun ESA ræða stöðu mála í Noregi og Íslandi og leggja fram samræmda áætlun til að kanna hvort ólögleg starfsemi og vörusvik hafi átt sér stað," segir í tilkynningu sem eftirlitsstofnunin sendi frá sér í gær. „Vinna samkvæmt áætluninni tekur einn mánuð en verður hugsanlega framlengd um tvo mánuði."

Kanna á hvort ómerkt hrossakjöt sé að finna í matvörum, en sú rannsókn snýr fyrst og fremst að verslunum og hvort vörur í neytendaumbúðum, markaðssettar sem nautakjöt, innihaldi hrossakjöt. Þá á að huga að því hvort finna megi lyfjaleifar fenýlbútasóns, sem er bólgueyðandi dýralyf, í hrossakjöti sem ætlað er til manneldis. „Til rannsókna verður tekið eitt sýni fyrir hver 50 tonn af hrossakjöti sem ætlað er til manneldis."

Sambærileg skoðun fer fram í Noregi. Löndin gera ESA síðan grein fyrir niðurstöðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×