Kirkjustrætið verði að mestu göngugata Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Hér má sjá nýju tillöguna að skipulagi Landsímareitsins. Húsunum við Vallarstræti og Kirkjustræti hefur verið breytt og gert er ráð fyrir rúmlega metra hækkun á Landsímahúsinu. mynd/ask arkitektar Kirkjustræti verður að mestu leyti göngugata sem verður með rafrænni umferðarstýringu, samkvæmt breytingu á deiliskipulagi Landsímareitsins svokallaða. Þá verður nýbygging sem reist verður við strætið látin ríma betur við gömlu húsin sem Alþingi hefur látið gera upp þar. Deiliskipulagstillagan var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Að sögn Páls Gunnlaugssonar, arkitekts hjá ASK arkitektum, sem unnu samkeppni um skipulag reitsins í fyrra, verður rafræn umferðarstýring sem hægt verður til dæmis hægt að tímastýra. „Það verður í það minnsta hægt að loka Kirkjustræti fyrir umferð og gera götuna þannig að göngugötu aðallega. Þannig verður því haldið að byggja alveg út í gangstétt og þétta göturýmið þarna. Svo látum við húsið tala við gömlu húsin við götuna." Í hönnunarsamkeppni borgarinnar í fyrra var Ingólfstorg hluti af skipulagssvæðinu. Páll segir að þegar ákveðið hafi verið að halda áfram með vinnuna eftir keppnina hafi verið ákveðið að takmarka svæðið og taka Ingólfstorg út. Því verður ekkert byggt þar í þessari uppbyggingu. Þetta er stærsta breytingin. „Nasa er náttúrlega rifið, en það er sett sem kvöð í skipulagi að það verði byggður fjölnota salur í svipaðri mynd og Nasa-salurinn er í dag. Hliðarsvalir verða í gólfhæð að Vallarstrætinu, þannig að það verður hægt að opna út og það verða gluggar út á Vallarstrætið. Þannig verði hægt að nýta salinn betur og menn fá ekki blinda hlið að Vallarstræti." Sem fyrr er gert ráð fyrir því að Landsímahúsið svokallaða verði hækkað lítillega. Þakinu verður lyft og settir verða kvistir og stórar svalir munu vísa að Kirkjustræti, Austurvelli og Víkurgarði, en garðinum er ætlað aukið vægi og mun fá hverfisvernd. Ef deiliskipulagið fær framgang innan borgarkerfisins nú gætu framkvæmdir á svæðinu hafist í haust. Tillagan var kynnt í ráðhúsinu í gær og verður þar til sýnis næstu tvær vikurnar. Hún verður einnig til sýnis í húsnæði borgarinnar í Borgartúni og á heimasíðu hennar. Frestur til athugasemda er einnig til 6. mars. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Kirkjustræti verður að mestu leyti göngugata sem verður með rafrænni umferðarstýringu, samkvæmt breytingu á deiliskipulagi Landsímareitsins svokallaða. Þá verður nýbygging sem reist verður við strætið látin ríma betur við gömlu húsin sem Alþingi hefur látið gera upp þar. Deiliskipulagstillagan var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Að sögn Páls Gunnlaugssonar, arkitekts hjá ASK arkitektum, sem unnu samkeppni um skipulag reitsins í fyrra, verður rafræn umferðarstýring sem hægt verður til dæmis hægt að tímastýra. „Það verður í það minnsta hægt að loka Kirkjustræti fyrir umferð og gera götuna þannig að göngugötu aðallega. Þannig verður því haldið að byggja alveg út í gangstétt og þétta göturýmið þarna. Svo látum við húsið tala við gömlu húsin við götuna." Í hönnunarsamkeppni borgarinnar í fyrra var Ingólfstorg hluti af skipulagssvæðinu. Páll segir að þegar ákveðið hafi verið að halda áfram með vinnuna eftir keppnina hafi verið ákveðið að takmarka svæðið og taka Ingólfstorg út. Því verður ekkert byggt þar í þessari uppbyggingu. Þetta er stærsta breytingin. „Nasa er náttúrlega rifið, en það er sett sem kvöð í skipulagi að það verði byggður fjölnota salur í svipaðri mynd og Nasa-salurinn er í dag. Hliðarsvalir verða í gólfhæð að Vallarstrætinu, þannig að það verður hægt að opna út og það verða gluggar út á Vallarstrætið. Þannig verði hægt að nýta salinn betur og menn fá ekki blinda hlið að Vallarstræti." Sem fyrr er gert ráð fyrir því að Landsímahúsið svokallaða verði hækkað lítillega. Þakinu verður lyft og settir verða kvistir og stórar svalir munu vísa að Kirkjustræti, Austurvelli og Víkurgarði, en garðinum er ætlað aukið vægi og mun fá hverfisvernd. Ef deiliskipulagið fær framgang innan borgarkerfisins nú gætu framkvæmdir á svæðinu hafist í haust. Tillagan var kynnt í ráðhúsinu í gær og verður þar til sýnis næstu tvær vikurnar. Hún verður einnig til sýnis í húsnæði borgarinnar í Borgartúni og á heimasíðu hennar. Frestur til athugasemda er einnig til 6. mars.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira