Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 29-24 Elvar Geir Magnússon skrifar 21. febrúar 2013 14:23 Mynd/Valli Sigurganga FH-inga heldur áfram en liðið vann 29-24 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið er á hörkusiglingu og var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. FH er fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Haukum sem eru efstir. ÍR-ingum hefur eignig vegnað vel að undanförnu en einhver útivallagrýla herjar á liðið og gengur Breiðhyltingum mun betur á heimavelli. Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Heimamenn byrjuðu betur en þá duttu gestirnir í svakalegan gír. ÍR náði 8-1 kafla og tóku heimamenn þá leikhlé. Staðan í hálfleik var 12-12 en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem voru betri og unnu á endanum verðskuldaðan fimm marka sigur. Björgvin Hólmgeirsson hélt ÍR-ingum inni í leiknum en betur má ef duga skal. Spilamennska ÍR alltof kaflaskipt í dag. Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk fyrir FH og þeir Logi Geirsson og Þorkell Magnússon gerðu 5 mörk hvor. Hjá ÍR var Björgvin lang atkvæðamestur með 11 mörk.Sturla: Við klúðruðum þessu"Mér fannst við fara illa að ráði okkar þegar leið á leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. "Við hefðum getað komist 3-4 mörkum yfir í lok fyrri hálfleiks en klúðruðum og þeir komust inn í leikinn. Svo mætum við ekki tilbúnir og missum þá fram úr. Við gerum röð af mistökum og þá var þetta orðið mjög erfitt." "Þegar það þarf að vinna upp svona forskot má ekkert klikka. Þeir voru bara betri í dag. Við klúðruðum þessu og þeir nýttu sér það. Þetta var bara öruggur fimm marka sigur hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það" "Þetta var alltof sveiflukennt. Við erum búnir að spila mjög vel á heimavelli í vetur en bara búnir að vinna einn útileik. Það er bara mjög dapurt og eithvað sem við þurfum að bæta. Engu að síður finnst mér leikur okkar hafa batnað þegar liðið hefur á veturinn. Nú er bara að halda áfram og ná í eins mörg stig og mögulegt er." "FH-ingar hafa verið að spila mjög vel og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa í Kaplakrikanum. En þegar við skoðum leikinn hefðum við getað gert betur og haft þetta spennandi í lokin."Ásbjörn: Bætast 30-50 við með hverjum sigurleik "Sjálfstraustið er gott og eins og sást í kvöld þá erum við góðir þegar við höldum okkur innan okkar leikskipulags," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Þegar við fórum utan leikskipulagsins voru þeir fljótir að byggja upp smá forskot. Um leið og við komumst aftur inn í skipulagið söxuðum við á þetta og komumst svo aftur yfir." "Einar Andri benti okkur á hvað við vorum að gera rangt í fyrri hálfleik. Um leið og við létum boltann fljóta og hættum þessari óþolinmæði þá gekk sóknarleikurinn. Svo hlupum við hraðaupphlaupin illa í fyrri hálfleik." "Það var gaman að spila þennan leik. Það var fullt af áhorfendum frá útiliðinu, en samt miklu fleiri FH-ingar. Með hverjum sigurleiknum bætast við 30-50 FH-ingar í stúkuna. Við þurfum að halda áfram að vinna til að fá fullt hús í úrslitakeppninni. Það er æðislegt að spila hérna þegar það er full stúka öðru megin. Vonandi þarf að fara að draga út stúkuna hinumegin." Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Sigurganga FH-inga heldur áfram en liðið vann 29-24 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið er á hörkusiglingu og var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. FH er fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Haukum sem eru efstir. ÍR-ingum hefur eignig vegnað vel að undanförnu en einhver útivallagrýla herjar á liðið og gengur Breiðhyltingum mun betur á heimavelli. Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Heimamenn byrjuðu betur en þá duttu gestirnir í svakalegan gír. ÍR náði 8-1 kafla og tóku heimamenn þá leikhlé. Staðan í hálfleik var 12-12 en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem voru betri og unnu á endanum verðskuldaðan fimm marka sigur. Björgvin Hólmgeirsson hélt ÍR-ingum inni í leiknum en betur má ef duga skal. Spilamennska ÍR alltof kaflaskipt í dag. Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk fyrir FH og þeir Logi Geirsson og Þorkell Magnússon gerðu 5 mörk hvor. Hjá ÍR var Björgvin lang atkvæðamestur með 11 mörk.Sturla: Við klúðruðum þessu"Mér fannst við fara illa að ráði okkar þegar leið á leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. "Við hefðum getað komist 3-4 mörkum yfir í lok fyrri hálfleiks en klúðruðum og þeir komust inn í leikinn. Svo mætum við ekki tilbúnir og missum þá fram úr. Við gerum röð af mistökum og þá var þetta orðið mjög erfitt." "Þegar það þarf að vinna upp svona forskot má ekkert klikka. Þeir voru bara betri í dag. Við klúðruðum þessu og þeir nýttu sér það. Þetta var bara öruggur fimm marka sigur hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það" "Þetta var alltof sveiflukennt. Við erum búnir að spila mjög vel á heimavelli í vetur en bara búnir að vinna einn útileik. Það er bara mjög dapurt og eithvað sem við þurfum að bæta. Engu að síður finnst mér leikur okkar hafa batnað þegar liðið hefur á veturinn. Nú er bara að halda áfram og ná í eins mörg stig og mögulegt er." "FH-ingar hafa verið að spila mjög vel og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa í Kaplakrikanum. En þegar við skoðum leikinn hefðum við getað gert betur og haft þetta spennandi í lokin."Ásbjörn: Bætast 30-50 við með hverjum sigurleik "Sjálfstraustið er gott og eins og sást í kvöld þá erum við góðir þegar við höldum okkur innan okkar leikskipulags," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Þegar við fórum utan leikskipulagsins voru þeir fljótir að byggja upp smá forskot. Um leið og við komumst aftur inn í skipulagið söxuðum við á þetta og komumst svo aftur yfir." "Einar Andri benti okkur á hvað við vorum að gera rangt í fyrri hálfleik. Um leið og við létum boltann fljóta og hættum þessari óþolinmæði þá gekk sóknarleikurinn. Svo hlupum við hraðaupphlaupin illa í fyrri hálfleik." "Það var gaman að spila þennan leik. Það var fullt af áhorfendum frá útiliðinu, en samt miklu fleiri FH-ingar. Með hverjum sigurleiknum bætast við 30-50 FH-ingar í stúkuna. Við þurfum að halda áfram að vinna til að fá fullt hús í úrslitakeppninni. Það er æðislegt að spila hérna þegar það er full stúka öðru megin. Vonandi þarf að fara að draga út stúkuna hinumegin."
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira