Sátt um sjávarútveg Vífill Karlsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Í nýjum Hagvísi Vesturlands kemur fram að ungt fólk (20-40 ára) kallar fyrst og fremst eftir atvinnuöryggi. Þetta var efst á forgangslista þess löngu fyrir bankahrun og gerir enn. Það biður ekkert sérstaklega um hærri laun, fín menningarhús, betri vegi eða annað sem fær oft meiri athygli ráðamanna og fjölmiðla. Það vill atvinnuöryggi og burt með óvissuna. Þó þetta séu sjónarmið ungs fólks á Vesturlandi má ætla að Vesturland sé á vissan hátt fulltrúi margra samfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Á sunnanverðu Vesturlandi er nokkuð fjölbreytt atvinnulíf og er hluti af höfuðborgarsvæðinu en landbúnaður (Dalir) og sjávarútvegur (Snæfellsnes) eru burðarásar atvinnulífsins á því norðanverðu og því á vissan hátt dæmigerðari fyrir samfélög á landsbyggðinni fjær. En það er annað umhugsunarvert í þessum Hagvísi. Það er nefnilega hvergi meira af ungu fólki á Vesturlandi en í sveitarfélögum sem byggja mest á sjávarútvegi (Snæfells- og Grundarfjarðarbær). Það bendir til að sjávarbyggðir hafi verið eftirsóknarverðar til búsetu. Þegar rýnt er í tölur sem Hagvísirinn byggir á kemur í ljós að árið 1991 var ungt fólk hlutfallslega fleira í þessum sveitarfélögum en á höfuðborgarsvæðinu, en hafði snúist við árið 2011. Enn fremur að forskot sem þessi sveitarfélög höfðu árið 1991 á spútnikksveitarfélög Vesturlands, Akranes og Borgarbyggð, hafði minnkað um helming árið 2011. Það er því ljóst að sjávarbyggðir hafa gengið í gegnum óvenjulegar þrengingar á þessu tímabili þrátt fyrir óskorað forskot í upphafi þess.Fjöregg hvers samfélags Fólk á þessum aldri er öllum byggðum sérstaklega mikilvægt þar sem það er hraustasti og vinnusamasti aldurshópurinn, fæðir og elur upp börnin og byggir upp sín heimili. Það leggur því grunn að framtíðinni og drífur áfram verslun og viðskipti. Því er ljóst að þetta fólk er fjöregg hvers samfélags og þar með ætti það að vera sérstakt keppikefli hverra stjórnvalda að stuðla að búsetu þess í byggðarlögum um land allt, hafi þau raunverulegan áhuga á því að stuðla að dreifðri búsetu á Íslandi. Þess vegna er mjög mikilvægt að þær breytingar sem gerðar verða á frumvarpi um stjórn fiskveiða verði í sátt við sem flesta svo ekki verði farið í stórfelldar breytingar aftur þegar ný ríkisstjórn kemur að borðinu. Það væri að æra óstöðugan við þær aðstæður sem þjóðin býr við eins og efnahagsmálum er háttað nú um stundir. Flestir geta eflaust tekið undir það að lögum þessum þurfi að breyta til að koma til móts við kröfur í samfélaginu og að friður ríki þar með um þessa atvinnugrein. Af breytingunum hlytist hins vegar mikill skaði ef ekki næðist um þetta almenn sátt vegna þess að hagkvæmt er að stunda útgerð dreift um landið þar sem fiskimiðin eru. Hér er um fjöregg þjóðarinnar að ræða og einu lífsbjörg margra landsvæða. Þetta snýst heldur ekki eingöngu um sjávarútveginn því hann styður við aðrar atvinnugreinar sem byggja á landnýtingu eins og ferðaþjónustu, landbúnað og jafnvel orkufrekan iðnað. Enn þá er ferðaþjónusta það óarðbær utan höfuðborgarsvæðisins að hún verður ekki drifin án þess að fólk sem þar vinnur hafi íhlaup í aðra vinnu, eins og sjávarútveg, utan háannatíma. Hafa verður í huga að hátt í 90% gjaldeyristekna þjóðarinnar er aflað af fyrrnefndum atvinnugreinum, gjaldeyri sem mun skipta okkur miklu í endurreisninni. Þess vegna getur veiking sjávarútvegsins sett skaðleg dómínóáhrif af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýjum Hagvísi Vesturlands kemur fram að ungt fólk (20-40 ára) kallar fyrst og fremst eftir atvinnuöryggi. Þetta var efst á forgangslista þess löngu fyrir bankahrun og gerir enn. Það biður ekkert sérstaklega um hærri laun, fín menningarhús, betri vegi eða annað sem fær oft meiri athygli ráðamanna og fjölmiðla. Það vill atvinnuöryggi og burt með óvissuna. Þó þetta séu sjónarmið ungs fólks á Vesturlandi má ætla að Vesturland sé á vissan hátt fulltrúi margra samfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Á sunnanverðu Vesturlandi er nokkuð fjölbreytt atvinnulíf og er hluti af höfuðborgarsvæðinu en landbúnaður (Dalir) og sjávarútvegur (Snæfellsnes) eru burðarásar atvinnulífsins á því norðanverðu og því á vissan hátt dæmigerðari fyrir samfélög á landsbyggðinni fjær. En það er annað umhugsunarvert í þessum Hagvísi. Það er nefnilega hvergi meira af ungu fólki á Vesturlandi en í sveitarfélögum sem byggja mest á sjávarútvegi (Snæfells- og Grundarfjarðarbær). Það bendir til að sjávarbyggðir hafi verið eftirsóknarverðar til búsetu. Þegar rýnt er í tölur sem Hagvísirinn byggir á kemur í ljós að árið 1991 var ungt fólk hlutfallslega fleira í þessum sveitarfélögum en á höfuðborgarsvæðinu, en hafði snúist við árið 2011. Enn fremur að forskot sem þessi sveitarfélög höfðu árið 1991 á spútnikksveitarfélög Vesturlands, Akranes og Borgarbyggð, hafði minnkað um helming árið 2011. Það er því ljóst að sjávarbyggðir hafa gengið í gegnum óvenjulegar þrengingar á þessu tímabili þrátt fyrir óskorað forskot í upphafi þess.Fjöregg hvers samfélags Fólk á þessum aldri er öllum byggðum sérstaklega mikilvægt þar sem það er hraustasti og vinnusamasti aldurshópurinn, fæðir og elur upp börnin og byggir upp sín heimili. Það leggur því grunn að framtíðinni og drífur áfram verslun og viðskipti. Því er ljóst að þetta fólk er fjöregg hvers samfélags og þar með ætti það að vera sérstakt keppikefli hverra stjórnvalda að stuðla að búsetu þess í byggðarlögum um land allt, hafi þau raunverulegan áhuga á því að stuðla að dreifðri búsetu á Íslandi. Þess vegna er mjög mikilvægt að þær breytingar sem gerðar verða á frumvarpi um stjórn fiskveiða verði í sátt við sem flesta svo ekki verði farið í stórfelldar breytingar aftur þegar ný ríkisstjórn kemur að borðinu. Það væri að æra óstöðugan við þær aðstæður sem þjóðin býr við eins og efnahagsmálum er háttað nú um stundir. Flestir geta eflaust tekið undir það að lögum þessum þurfi að breyta til að koma til móts við kröfur í samfélaginu og að friður ríki þar með um þessa atvinnugrein. Af breytingunum hlytist hins vegar mikill skaði ef ekki næðist um þetta almenn sátt vegna þess að hagkvæmt er að stunda útgerð dreift um landið þar sem fiskimiðin eru. Hér er um fjöregg þjóðarinnar að ræða og einu lífsbjörg margra landsvæða. Þetta snýst heldur ekki eingöngu um sjávarútveginn því hann styður við aðrar atvinnugreinar sem byggja á landnýtingu eins og ferðaþjónustu, landbúnað og jafnvel orkufrekan iðnað. Enn þá er ferðaþjónusta það óarðbær utan höfuðborgarsvæðisins að hún verður ekki drifin án þess að fólk sem þar vinnur hafi íhlaup í aðra vinnu, eins og sjávarútveg, utan háannatíma. Hafa verður í huga að hátt í 90% gjaldeyristekna þjóðarinnar er aflað af fyrrnefndum atvinnugreinum, gjaldeyri sem mun skipta okkur miklu í endurreisninni. Þess vegna getur veiking sjávarútvegsins sett skaðleg dómínóáhrif af stað.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun