Innsiglað klám Salvar Þór Sigurðarson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. Ég ætla ekki að eyða þessu plássi í að tjá mig um réttmæti þessara áforma. Nóg hefur verið rætt um það á internetinu undanfarnar vikur. Það sem ég get hins vegar tjáð mig um er hversu tæknilega mögulegt er að hafa eftirlit með efni sem sótt er á netinu: Það er ómögulegt á meðan leyfilegt er að dulkóða netsamskipti. Dulkóðun snýst í stuttu máli um að umrita skilaboð frá A til B þannig að enginn milliliður geti lesið þau. Framan af var þessi tækni helst notuð í stríðsrekstri, en með tilkomu internetsins hefur þörfin fyrir dulkóðun stigmagnast. Nú til dags reiðum við okkur á dulkóðun þegar við notum heimabanka, skilum skattframtali, pöntum vörur á netinu og stundum önnur netsamskipti þar sem við viljum tryggja að enginn sé að hnýsast. Eftirspurn eftir öruggum samskiptum á netinu er orðin svo mikil að svokölluð VPN (Virtual Private Network) þjónusta hefur aflað sér mikilla vinsælda á síðustu árum. Með því að kaupa slíka þjónustu fara allar heimsóttar vefsíður, allir tölvupóstar, öll Youtube-myndbönd og öll önnur netsamskipti dulkóðuð til og frá tölvunni. Þessi þjónusta er ekki bara fyrir nörda; það er hægt að setja upp eina slíka með nokkrum músarsmellum og hún kostar oft á bilinu 500-1.000 krónur á mánuði. Sumar eru ókeypis. Allar koma þær í veg fyrir að aðrir geti fylgst með því hvað þú gerir á netinu. Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir. Tal stjórnmálamanna um leiðir til að hefta aðgengi að klámi eða öðru efni á netinu er því byggt á grundvallarmisskilningi og vanþekkingu á tæknimálum. En það er svo sem ekkert nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. Ég ætla ekki að eyða þessu plássi í að tjá mig um réttmæti þessara áforma. Nóg hefur verið rætt um það á internetinu undanfarnar vikur. Það sem ég get hins vegar tjáð mig um er hversu tæknilega mögulegt er að hafa eftirlit með efni sem sótt er á netinu: Það er ómögulegt á meðan leyfilegt er að dulkóða netsamskipti. Dulkóðun snýst í stuttu máli um að umrita skilaboð frá A til B þannig að enginn milliliður geti lesið þau. Framan af var þessi tækni helst notuð í stríðsrekstri, en með tilkomu internetsins hefur þörfin fyrir dulkóðun stigmagnast. Nú til dags reiðum við okkur á dulkóðun þegar við notum heimabanka, skilum skattframtali, pöntum vörur á netinu og stundum önnur netsamskipti þar sem við viljum tryggja að enginn sé að hnýsast. Eftirspurn eftir öruggum samskiptum á netinu er orðin svo mikil að svokölluð VPN (Virtual Private Network) þjónusta hefur aflað sér mikilla vinsælda á síðustu árum. Með því að kaupa slíka þjónustu fara allar heimsóttar vefsíður, allir tölvupóstar, öll Youtube-myndbönd og öll önnur netsamskipti dulkóðuð til og frá tölvunni. Þessi þjónusta er ekki bara fyrir nörda; það er hægt að setja upp eina slíka með nokkrum músarsmellum og hún kostar oft á bilinu 500-1.000 krónur á mánuði. Sumar eru ókeypis. Allar koma þær í veg fyrir að aðrir geti fylgst með því hvað þú gerir á netinu. Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir. Tal stjórnmálamanna um leiðir til að hefta aðgengi að klámi eða öðru efni á netinu er því byggt á grundvallarmisskilningi og vanþekkingu á tæknimálum. En það er svo sem ekkert nýtt.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar