Bangsi lendir í árekstri en labbar burt Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 11:45 Skógarbirnir eru stórar og sterkar skepnur og virðast þola flest. Í þessu myndskeiði sést þar sem bangsi einn er svo ólánsamur að hlaupa í veg fyrir bíl í Rússlandi. Heilmikill árekstur hlýst af og björninn rúllar margar veltur eftir hann og endar utan vegar. Hann hristir þetta smáræði þó af sér og gengur af stað inn í skóg í mestu makindum. Líklegt er að dauði hefði hlotist af ef manneskja hefði orðið fyrir bílnum. Þær ná sannarlega mörgum athygliverðum myndunum myndavélarnar sem Rússar hafa tamið sér að hafa ofaná mælaborði bíla sinna. Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er aðeins 17 sekúndur. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent
Skógarbirnir eru stórar og sterkar skepnur og virðast þola flest. Í þessu myndskeiði sést þar sem bangsi einn er svo ólánsamur að hlaupa í veg fyrir bíl í Rússlandi. Heilmikill árekstur hlýst af og björninn rúllar margar veltur eftir hann og endar utan vegar. Hann hristir þetta smáræði þó af sér og gengur af stað inn í skóg í mestu makindum. Líklegt er að dauði hefði hlotist af ef manneskja hefði orðið fyrir bílnum. Þær ná sannarlega mörgum athygliverðum myndunum myndavélarnar sem Rússar hafa tamið sér að hafa ofaná mælaborði bíla sinna. Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er aðeins 17 sekúndur.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent