Mary Poppins í partýlandi Saga Garðarsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 06:00 Það eru allir svo hressir. Í blöðunum segir mér hresst fólk hvað það borðar hressandi morgunmat og í útvarpinu malar hresst fólk í endalausri útöndun um hvað það sé hresst og hvað það sé hressandi að vera hress og les hressandi fréttir í blöðunum um hvað hressa fólkið fær sér í morgunmat. Það er mjög hressandi. Ég hressist svo endanlega þegar hressa fólkið birtist mér ljóslifandi í sjónvarpinu skælbrosandi, beislitað og hresst frá toppi til táar. Það sé stuð. Það er alls staðar stuð. Þetta er partýland. Og allir eru með skemmtiatriði. Nú stendur til að skera ríflega niður til Ríkisútvarpsins og yfirvofandi uppsagnir eru óhressandi staðreynd. Hressa fólkið getur þó prísað sig sælt yfir eigin hressleika því meira að segja þegar engir peningar virðast vera til má alltaf borga hressu fólk fyrir að vera hresst og gefa öðru hressu fólki milljónir og spjalla við það á hressu nótunum – löngu áður en tímabært er að vera hress, á sunnudögum. Það sem hins vegar gerir skemmtiatriði skemmtileg er það sama og bjargar jólunum frá því að vera mjög pirrandi - þau eru tilbrigði. Tilbrigði eru skemmtileg. Það sem er fágætt er dýrmætt og það óvanalega er aðlaðandi. Surtsey er dýrmæt af því að þar er enginn, Geirfinnur er spennandi því hann er týndur og Sinfóníuhljómsveit Íslands er meira ómissandi en Frostrósir þó færri mæti og enginn sé í pallíettudragt. Og í heimi hins gengdarlausa hressleika eru leiðindi jólin. Á laugardaginn hlaut Jórunn Sigurðardóttir íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi menningaumfjöllun á blæbrigðaríkri og kjarnyrtri íslensku. Við það tækifæri minnti hún á að almannaútvarp getur aldrei verið fyrirtæki heldur er það alltaf stofnun í samfélaginu. Ríkisútvarpið er í þeirri frábæru aðstöðu að þurfa ekki eingöngu að binda sig við auglýsingavæna stuðþætti sem sáldra fríkeypis bíómiðum á hressa hlustendur sína heldur hefur það dýrmætt svigrúm til að búa til vandaða alvarlega þætti sem fáir sjá og heyra. RÚV hefur með öðrum orðum leyfi og meira að segja skyldu til að vera óhresst. Því jafnvel þótt Mary Poppins mæli með matskeið af sykri með meðalinu er ég nokkuð viss um að engin heilbrigð barnfóstra eða læknir með einhverja vottaða háskólagráðu mæli með sykri í allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Það eru allir svo hressir. Í blöðunum segir mér hresst fólk hvað það borðar hressandi morgunmat og í útvarpinu malar hresst fólk í endalausri útöndun um hvað það sé hresst og hvað það sé hressandi að vera hress og les hressandi fréttir í blöðunum um hvað hressa fólkið fær sér í morgunmat. Það er mjög hressandi. Ég hressist svo endanlega þegar hressa fólkið birtist mér ljóslifandi í sjónvarpinu skælbrosandi, beislitað og hresst frá toppi til táar. Það sé stuð. Það er alls staðar stuð. Þetta er partýland. Og allir eru með skemmtiatriði. Nú stendur til að skera ríflega niður til Ríkisútvarpsins og yfirvofandi uppsagnir eru óhressandi staðreynd. Hressa fólkið getur þó prísað sig sælt yfir eigin hressleika því meira að segja þegar engir peningar virðast vera til má alltaf borga hressu fólk fyrir að vera hresst og gefa öðru hressu fólki milljónir og spjalla við það á hressu nótunum – löngu áður en tímabært er að vera hress, á sunnudögum. Það sem hins vegar gerir skemmtiatriði skemmtileg er það sama og bjargar jólunum frá því að vera mjög pirrandi - þau eru tilbrigði. Tilbrigði eru skemmtileg. Það sem er fágætt er dýrmætt og það óvanalega er aðlaðandi. Surtsey er dýrmæt af því að þar er enginn, Geirfinnur er spennandi því hann er týndur og Sinfóníuhljómsveit Íslands er meira ómissandi en Frostrósir þó færri mæti og enginn sé í pallíettudragt. Og í heimi hins gengdarlausa hressleika eru leiðindi jólin. Á laugardaginn hlaut Jórunn Sigurðardóttir íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi menningaumfjöllun á blæbrigðaríkri og kjarnyrtri íslensku. Við það tækifæri minnti hún á að almannaútvarp getur aldrei verið fyrirtæki heldur er það alltaf stofnun í samfélaginu. Ríkisútvarpið er í þeirri frábæru aðstöðu að þurfa ekki eingöngu að binda sig við auglýsingavæna stuðþætti sem sáldra fríkeypis bíómiðum á hressa hlustendur sína heldur hefur það dýrmætt svigrúm til að búa til vandaða alvarlega þætti sem fáir sjá og heyra. RÚV hefur með öðrum orðum leyfi og meira að segja skyldu til að vera óhresst. Því jafnvel þótt Mary Poppins mæli með matskeið af sykri með meðalinu er ég nokkuð viss um að engin heilbrigð barnfóstra eða læknir með einhverja vottaða háskólagráðu mæli með sykri í allt.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun