
3 milljónir á mánuði og á lúxusjeppum
Gildi lífeyrissjóður
Í auglýsingunum hef ég spurt hvort hugmyndir mínar um að lífeyrissjóðirnir fjárfestu í búsetuúrræðum fyrir aldraða hefðu hugsanlega verið betri fjárfesting, en að gambla á markaðnum. Svörin hafa verið þau að samkvæmt lögum mættu lífeyrissjóðirnir ekki fjárfesta á þennan hátt heldur ættu eingöngu að hámarka arðsemi og taka þ.a.l. meiri áhættu, það væri arðsamasta fjárfestingin. Í annarri auglýsingu bendi ég á að tekjurnar í Gildi, öðrum af tveimur stærstu lífeyrissjóðum landsins, voru um 21 milljarður en útgreiddur lífeyrir var hins vegar aðeins 7, 8 milljarður. Tveir þriðju af tekjunum urðu því eftir í sjóðnum. Hrein eign Gildis var þá um 241 milljarður. Sú upphæð ein og án vaxta myndi duga til útgreiðslu lífeyris í 30 ár og 11 mánuði.
Lífeyrissjóður verslunarmanna
Greidd iðgjöld í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, annan af tveimur stærstu lífeyrissjóðum landsins, um árið voru tæpir 16 milljarðar. Alls voru tekjurnar um 34 milljarðar en útgreiddur lífeyrir var aðeins rúmir 6,8 milljarðar króna. Aðeins um fimmtungur var greiddur út. Lífeyrisþegar eiga að fá að njóta þessara tekna og lífeyristekjur verða að hækka. Ég hef kynnt mér stefnuskrá Hægri grænna, flokks fólksins og get ég ekki séð annað en að þarna sé kominn stjórnmálaflokkur sem ætlar sér að taka á lífeyrissjóðunum og gera eitthvað fyrir gamla fólkið. Hægri grænir vilja:
a) að kjaraskerðing aldraðra, sem tók gildi 1. júlí 2009, verði afturkölluð,
b) að lífeyrir aldraðra verði hækkaður um 20%,
c) afnema skerðingu tryggingarbóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði,
d) að skattleysismörk verði hækkuð og ekkjuskattinn burt,
e) stoppa allar hugmyndir um að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna,
f) að lífeyrissjóðir fjárfesti og fjölgi til muna búsetuúrræðum fyrir eldri borgara,
g) erfanleg lífeyrisréttindi eins og í Frjálsa lífeyrissjóðnum,
h) sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum verða að fá atkvæðisrétt um stjórn á sínum eigin sjóðum,
i) og að lífeyrisgreiðslur í almenna lífeyrissjóðakerfinu séu eign lífeyrisgreiðandans og ættu maki hans og börn að fá allan lífeyri greiddan við fráfall.
Staðreyndin er að verkafólk og ellilífeyrisþegar fá ekki nóg út úr lífeyrissjóðunum sem eiga þó nóg af peningum. Íslenskur verkalýður verður að setja hnefann í borðið! Hvaða þýðingu hefur það að safna í digra sjóði meðan eldri borgarar þessa lands svelta? Setum X við G og kjósum Hægri græna í vor, þeir eru með lausnirnar.
Skoðun

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar