Römm er sú taug Sigsteinn P. Grétarsson skrifar 22. mars 2013 06:00 Ísland er nú í 26. sæti af 59 löndum sem könnun IMD-viðskiptaháskólans í Sviss gerir árlega. Ísland hefur alla burði til þess að gera enn betur. Til þess þarf m.a. að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum og peningastjórn til framtíðar. Þá þarf gott aðgengi að hæfu vinnuafli og öfluga erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu.Samkeppnisskilyrði Ísland á nú í samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu. Takist að ná hagstæðum samningum sem tryggja heildarhagsmuni er stigið stórt skref í þá átt að gera mögulegt að taka upp evru, minnka óstöðugleika og koma vaxtastigi nær því sem samkeppnisaðilar búa við. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsskilyrði og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja – svo ekki sé talað um hag heimilanna. Alþjóðleg fyrirtæki með íslenskar rætur, á borð við Marel, byggja tilvist sína, vöxt og þróun á því að geta staðist harða samkeppni á mörkuðum utan Íslands. Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja landsins og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum. Þar starfa rúmlega 4.000 manns um allan heim, þar af um 480 á Íslandi eða um 12%. Stór hluti þeirra sem staðsettir eru á Íslandi þarf að vera mikið í útlöndum til að sinna verkefnum þar. Vörur og þjónusta sem seld er á Íslandi er aðeins um 1%. Hluthafar eru um 2.100 og um 18% félagsins eru í eigu útlendinga. Fyrirtæki á borð við Marel þurfa sífellt að vera á tánum til þess að geta skapað eigendum sínum eðlilegan arð, starfsmönnum sínum atvinnuöryggi og viðskiptavinum sínum gæðavöru.Svæðaskipt samvinna Annar mikilvægur þáttur sem ekki er unnt að horfa fram hjá er sá að alþjóðleg þróun bendir til þess að svæðaskipt samvinna færist í aukana og þjóðir sem eiga landfræðilega og viðskiptalega samleið þjappa sér saman um hagsmuni sína. Þetta gildir um þann heimshluta sem við tilheyrum. Evrópusamstarfið er skýrt dæmi um þetta og einnig viðskiptasamstarfið í Norður-Ameríku milli Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó. Nýjasti og ef til vill mikilvægasti áfanginn í þessari þróun er nú í bígerð, en Bandaríkin og Evrópusambandið eru að hefja viðræður um víðtæka fríverslun og viðskipti sín í milli. Að minni hyggju má ekki loka augunum fyrir þessari þróun og ætla að Ísland geti eitt og sér komið ár sinni betur fyrir borð en þau ríki sem velja leið aukinnar samvinnu sín á milli innan ramma samstarfs eins og á sér stað innan ESB.Slítum ekki „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“ segir í ævafornu kvæði. Við skulum þó hafa í huga að engin taug er svo sterk að hún geti ekki slitnað við of mikla áraun. Það á einnig við um þá taug sem togar í fólk og fyrirtæki til að halda tryggð við Ísland, ekki síst ef miklu betri aðstæður bjóðast í öðrum löndum. Ég hvet alla landsmenn og ekki síst stjórnmálamennina okkar að íhuga þessa stöðu vandlega og hvort ekki sé skynsamlegt að reyna til þrautar að ná samningum um aðild að ESB í þessari lotu. Hin leiðin, að hætta viðræðum án niðurstöðu, er óráð og hrein uppgjöf í einu mikilvægasta hagsmunamáli okkar. Það yrði óviss ferð sem gæti endað illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ísland er nú í 26. sæti af 59 löndum sem könnun IMD-viðskiptaháskólans í Sviss gerir árlega. Ísland hefur alla burði til þess að gera enn betur. Til þess þarf m.a. að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum og peningastjórn til framtíðar. Þá þarf gott aðgengi að hæfu vinnuafli og öfluga erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu.Samkeppnisskilyrði Ísland á nú í samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu. Takist að ná hagstæðum samningum sem tryggja heildarhagsmuni er stigið stórt skref í þá átt að gera mögulegt að taka upp evru, minnka óstöðugleika og koma vaxtastigi nær því sem samkeppnisaðilar búa við. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsskilyrði og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja – svo ekki sé talað um hag heimilanna. Alþjóðleg fyrirtæki með íslenskar rætur, á borð við Marel, byggja tilvist sína, vöxt og þróun á því að geta staðist harða samkeppni á mörkuðum utan Íslands. Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja landsins og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum. Þar starfa rúmlega 4.000 manns um allan heim, þar af um 480 á Íslandi eða um 12%. Stór hluti þeirra sem staðsettir eru á Íslandi þarf að vera mikið í útlöndum til að sinna verkefnum þar. Vörur og þjónusta sem seld er á Íslandi er aðeins um 1%. Hluthafar eru um 2.100 og um 18% félagsins eru í eigu útlendinga. Fyrirtæki á borð við Marel þurfa sífellt að vera á tánum til þess að geta skapað eigendum sínum eðlilegan arð, starfsmönnum sínum atvinnuöryggi og viðskiptavinum sínum gæðavöru.Svæðaskipt samvinna Annar mikilvægur þáttur sem ekki er unnt að horfa fram hjá er sá að alþjóðleg þróun bendir til þess að svæðaskipt samvinna færist í aukana og þjóðir sem eiga landfræðilega og viðskiptalega samleið þjappa sér saman um hagsmuni sína. Þetta gildir um þann heimshluta sem við tilheyrum. Evrópusamstarfið er skýrt dæmi um þetta og einnig viðskiptasamstarfið í Norður-Ameríku milli Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó. Nýjasti og ef til vill mikilvægasti áfanginn í þessari þróun er nú í bígerð, en Bandaríkin og Evrópusambandið eru að hefja viðræður um víðtæka fríverslun og viðskipti sín í milli. Að minni hyggju má ekki loka augunum fyrir þessari þróun og ætla að Ísland geti eitt og sér komið ár sinni betur fyrir borð en þau ríki sem velja leið aukinnar samvinnu sín á milli innan ramma samstarfs eins og á sér stað innan ESB.Slítum ekki „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“ segir í ævafornu kvæði. Við skulum þó hafa í huga að engin taug er svo sterk að hún geti ekki slitnað við of mikla áraun. Það á einnig við um þá taug sem togar í fólk og fyrirtæki til að halda tryggð við Ísland, ekki síst ef miklu betri aðstæður bjóðast í öðrum löndum. Ég hvet alla landsmenn og ekki síst stjórnmálamennina okkar að íhuga þessa stöðu vandlega og hvort ekki sé skynsamlegt að reyna til þrautar að ná samningum um aðild að ESB í þessari lotu. Hin leiðin, að hætta viðræðum án niðurstöðu, er óráð og hrein uppgjöf í einu mikilvægasta hagsmunamáli okkar. Það yrði óviss ferð sem gæti endað illa.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar