Ljósberarnir okkar Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2013 09:50 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Það er vissulega dapurlegt að við þurfum enn að hafa sérstakan dag tileinkaðan baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og hamra á þeirri illþyrmilegu staðreynd að ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Mér fallast stundum hendur yfir gengdarlausu ofbeldi sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan. Það er mikilvægt að hafa í huga að kynbundið ofbeldi er hluti af samfélagslegu meini; ójafnri stöðu kynjanna. En stundum verð ég líka orðlaus fyrir samtakamættinum sem við getum sýnt. Þann 14. nóvember tóku yfir eitt þúsund Íslendingar höndum saman og komu af stað fiðrildaáhrifum á Fiðrildafögnuði UN Women, og lögðu þar sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna og stúlkna um allan heim. Þrátt fyrir að við þurfum að leysa mörg vandamál hér á Íslandi, þá getum við sem samfélag verið stolt yfir stórstígum framförum í átt að jafnrétti undanfarna áratugi. Alþjóðaefnahagsráðið? hefur undanfarin fimm ár sagt að Ísland sé það land þar sem best er að fæðast sem stúlka og búa á sem kona. En í besta landi í heimi berast lögreglu tilkynningar um kynferðisbrot á hverjum einasta degi, þolendur nauðgana leita á neyðarmóttöku og í Kvennaathvarfinu dvelja konur og börn allan ársins hring sem hafa flúið ofbeldi á heimili sínu. Við eigum ekki að hætta baráttunni fyrr en að Kvennaathvarfið og neyðarmóttakan eru óþörf. 14. nóvember 1981 komu saman nokkur hundruð kvenna á Hótel Borg. Þær vissu ekki að þær komu af stað fiðrildaáhrifum sem enn sér ekki fyrir endann á. Konurnar sem boðuðu til fundarins á Hótel Borg vildu kanna hug kvenna til að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Út frá þessum fundi varð til Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn. Þegar Kvennalistinn bauð fram til alþingiskosninga árið 1983 voru einungis 5% þingmanna konur en eftir kosningar varð hlutfall kvenna 15%. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrir þann tíma höfðu aðeins 12 konur setið á Alþingi á sextíu árum. Kvennalistakonum var ekki einungis umhugað að koma konum til valda, heldur lögðu þær ríka áherslu á samfélagsmál og bætta stöðu kvenna og barna. Í fyrsta skipti á Alþingi var fjallað um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, réttindi samkynhneigðra, fæðingarorlof og dagvistar- og skólamál. Kvennaframboðið átti frumkvæði af því Kvennaathvarfið var sett á fót og Kvennalistakonur börðust fyrir því að rannsókn og meðferð nauðgunarmála yrði bætt og neyðarmóttakan var stofnuð. Þrátt fyrir að aðeins séu 30 ár síðan Kvennalistakonur komust inn á þing, hafa fyrir tilstuðlan þeirra unnist stórir sigrar í jafnréttismálum. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Kvennalistakonur og allar aðrar baráttukonur á Íslandi. Þær eru ljósberar íslensks samfélags. Því munu stofnendur Kvennalistans verða ljósberar í Ljósagöngunni í kvöld. Höldum baráttunni áfram; kraftur, þor, von og barátta er það sem mun skila okkur betra samfélagi. Sjáumst í Ljósagöngunni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Það er vissulega dapurlegt að við þurfum enn að hafa sérstakan dag tileinkaðan baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og hamra á þeirri illþyrmilegu staðreynd að ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Mér fallast stundum hendur yfir gengdarlausu ofbeldi sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan. Það er mikilvægt að hafa í huga að kynbundið ofbeldi er hluti af samfélagslegu meini; ójafnri stöðu kynjanna. En stundum verð ég líka orðlaus fyrir samtakamættinum sem við getum sýnt. Þann 14. nóvember tóku yfir eitt þúsund Íslendingar höndum saman og komu af stað fiðrildaáhrifum á Fiðrildafögnuði UN Women, og lögðu þar sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna og stúlkna um allan heim. Þrátt fyrir að við þurfum að leysa mörg vandamál hér á Íslandi, þá getum við sem samfélag verið stolt yfir stórstígum framförum í átt að jafnrétti undanfarna áratugi. Alþjóðaefnahagsráðið? hefur undanfarin fimm ár sagt að Ísland sé það land þar sem best er að fæðast sem stúlka og búa á sem kona. En í besta landi í heimi berast lögreglu tilkynningar um kynferðisbrot á hverjum einasta degi, þolendur nauðgana leita á neyðarmóttöku og í Kvennaathvarfinu dvelja konur og börn allan ársins hring sem hafa flúið ofbeldi á heimili sínu. Við eigum ekki að hætta baráttunni fyrr en að Kvennaathvarfið og neyðarmóttakan eru óþörf. 14. nóvember 1981 komu saman nokkur hundruð kvenna á Hótel Borg. Þær vissu ekki að þær komu af stað fiðrildaáhrifum sem enn sér ekki fyrir endann á. Konurnar sem boðuðu til fundarins á Hótel Borg vildu kanna hug kvenna til að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Út frá þessum fundi varð til Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn. Þegar Kvennalistinn bauð fram til alþingiskosninga árið 1983 voru einungis 5% þingmanna konur en eftir kosningar varð hlutfall kvenna 15%. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrir þann tíma höfðu aðeins 12 konur setið á Alþingi á sextíu árum. Kvennalistakonum var ekki einungis umhugað að koma konum til valda, heldur lögðu þær ríka áherslu á samfélagsmál og bætta stöðu kvenna og barna. Í fyrsta skipti á Alþingi var fjallað um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, réttindi samkynhneigðra, fæðingarorlof og dagvistar- og skólamál. Kvennaframboðið átti frumkvæði af því Kvennaathvarfið var sett á fót og Kvennalistakonur börðust fyrir því að rannsókn og meðferð nauðgunarmála yrði bætt og neyðarmóttakan var stofnuð. Þrátt fyrir að aðeins séu 30 ár síðan Kvennalistakonur komust inn á þing, hafa fyrir tilstuðlan þeirra unnist stórir sigrar í jafnréttismálum. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Kvennalistakonur og allar aðrar baráttukonur á Íslandi. Þær eru ljósberar íslensks samfélags. Því munu stofnendur Kvennalistans verða ljósberar í Ljósagöngunni í kvöld. Höldum baráttunni áfram; kraftur, þor, von og barátta er það sem mun skila okkur betra samfélagi. Sjáumst í Ljósagöngunni!
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun