Nýju brýrnar rísa brátt við Elliðaárósa 20. febrúar 2013 13:00 Framkvæmdir eru hafnar við Elliðaárósa. Mynd/Vilhelm Framkvæmdir eru hafnar við göngu- og hjólreiðabrýr við Elliðaárósa. Reykjavíkurborg og Vegagerðin standa að framkvæmdinni sem er hluti af hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Burðarvirki brúnna verður átján metra hátt og 40 metrar að lengd. Er haft á orði að brýrnar muni verða áberandi kennileiti í borginni til framtíðar litið og auki mikilvægi svæðisins með tilliti til útivistar. Verklok eru áætluð í sumarbyrjun. Arkitektarnir Hans-Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir hjá Teiknistofunni Tröð teiknuðu brýrnar og sigruðu hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. "Þríhyrndur grunnflötur er teygður uppí þrívítt form, hyrnu. Formið er dregið upp úr miðju flatarins af fjórða horninu. Bitarnir þrír tengjast saman í toppi hyrnunnar og tylla sér á einfaldar undirstöður við árbakkann. Þetta er burðarvirki brúarinnar sem ber lárétt þunnbyggt brúargólfið með stögum. Leitast er við að lágmarka efnisnotkun með því að gefa brúnni stöðugt grunnform, sem jafnframt er sérkenni brúarinnar. Elliðaárósabrýrnar mynda eina samfellda heild frá eystri bakka að vestari bakka. Brúargólfin eru samtengd með stíg sem sveigist eftir manngerðu landslagi Geirsnefsins og breikkar við áningastaði. Við áningastaði eru bekkir, hjólastandar, upplýsingaskilti, vatnspóstar ofl. Núverandi gönguleið á Geirsnefi er aðlöguð nýjum göngu- og hjólastíg,“ segir í lýsingu arkitektanna um mannvirkin. Brýrnar séðar frá austri. Mynd úr verðlaunatillögu/Teiknistofan TröðBrúargólfin eru samtengd með stíg sem sveigist eftir manngerðu landslagi Geirsnefsins og breikkar við áningastaði. Mynd úr verðlaunatillögu/Teiknistofan TröðBitarnir þrír tengjast saman í toppi hyrnunnar og tylla sér á einfaldar undirstöður við árbakkann. Mynd úr verðlaunatillögu/Teiknistofan Tröð Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við göngu- og hjólreiðabrýr við Elliðaárósa. Reykjavíkurborg og Vegagerðin standa að framkvæmdinni sem er hluti af hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Burðarvirki brúnna verður átján metra hátt og 40 metrar að lengd. Er haft á orði að brýrnar muni verða áberandi kennileiti í borginni til framtíðar litið og auki mikilvægi svæðisins með tilliti til útivistar. Verklok eru áætluð í sumarbyrjun. Arkitektarnir Hans-Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir hjá Teiknistofunni Tröð teiknuðu brýrnar og sigruðu hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. "Þríhyrndur grunnflötur er teygður uppí þrívítt form, hyrnu. Formið er dregið upp úr miðju flatarins af fjórða horninu. Bitarnir þrír tengjast saman í toppi hyrnunnar og tylla sér á einfaldar undirstöður við árbakkann. Þetta er burðarvirki brúarinnar sem ber lárétt þunnbyggt brúargólfið með stögum. Leitast er við að lágmarka efnisnotkun með því að gefa brúnni stöðugt grunnform, sem jafnframt er sérkenni brúarinnar. Elliðaárósabrýrnar mynda eina samfellda heild frá eystri bakka að vestari bakka. Brúargólfin eru samtengd með stíg sem sveigist eftir manngerðu landslagi Geirsnefsins og breikkar við áningastaði. Við áningastaði eru bekkir, hjólastandar, upplýsingaskilti, vatnspóstar ofl. Núverandi gönguleið á Geirsnefi er aðlöguð nýjum göngu- og hjólastíg,“ segir í lýsingu arkitektanna um mannvirkin. Brýrnar séðar frá austri. Mynd úr verðlaunatillögu/Teiknistofan TröðBrúargólfin eru samtengd með stíg sem sveigist eftir manngerðu landslagi Geirsnefsins og breikkar við áningastaði. Mynd úr verðlaunatillögu/Teiknistofan TröðBitarnir þrír tengjast saman í toppi hyrnunnar og tylla sér á einfaldar undirstöður við árbakkann. Mynd úr verðlaunatillögu/Teiknistofan Tröð
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira