Sykursýki í hundum og köttum algengari Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. febrúar 2013 07:00 Sykursýki í köttum og hundum er orðin frekar algeng, að sögn Lísu Bjarnadóttur dýralæknis.Nordicphotos/getty Tíðni sykursýki hjá köttum og hundum hefur aukist á undanförnum árum. Þó nokkur fjöldi dýra er á insúlíni. Lífsstíllinn er í sumum tilfellum ástæðan fyrir sykursýkinni, að sögn Lísu Bjarnadóttur, dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ég er búin að vera dýralæknir í þrettán ár. Þegar ég byrjaði þekktist þetta varla. Nú sjáum við að þetta er orðið frekar algengt," greinir Lísa frá. Hún getur þess að sum þessara dýra, þá sérstaklega kettir, séu með áunna sykursýki. Þá dugi að setja þá á insúlín og sérstakt fæði í ákveðinn tíma. „Það er einn og einn svoleiðis en sem betur fer er fólk meðvitað um að passa holdafarið á þeim." Lísa segir fóðrið misjafnt eftir tegundum. „Betri tegundirnar eru nú þannig að þær eru sérsniðnar að þörfum katta og hunda og það er mikið lagt í rannsóknarvinnu í sambandi við það." Sumum hundategundum er hættara við að fá sykursýki en öðrum. „Þetta eru erfðafræðilegir þættir en kannski spilar fæðið einhverja rullu í því. Það er ekki hægt að fullyrða um slíkt í köttum." Ef dýrin reynast vera með sykursýki eru þau sett á insúlín og fá þá daglega meðhöndlun. „Það er til sérstök tegund af insúlíni fyrir dýr en hún hentar ekki öllum. Við erum líka með dýr á mannainsúlíni. Það þarf að sprauta dýrin daglega og fólk er bundið yfir þessu. Ef vel á að vera þarf að mæla reglulega sykurmagnið í blóðinu til að kanna hvort sprautu sé þörf. Samtímis þarf að gæta þess að dýrin borði. Þetta er eins og að annast langveikt barn." Í samantekt sænska tryggingafélagsins Agria Djurförsäkringar kemur fram að fjöldi katta í Svíþjóð sem fær sykursýki hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum. Í sænskum fjölmiðlum er haft eftir dýralækninum Emmu Strage að kettir hreyfi sig ekki nógu mikið og fái rangt fóður. Algengt er í Svíþjóð að kettir séu eingöngu hafðir innandyra. Lísa segir að engar tölur séu til yfir fjölgun sykursjúkra dýra á Íslandi en aukningin sé greinileg. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Tíðni sykursýki hjá köttum og hundum hefur aukist á undanförnum árum. Þó nokkur fjöldi dýra er á insúlíni. Lífsstíllinn er í sumum tilfellum ástæðan fyrir sykursýkinni, að sögn Lísu Bjarnadóttur, dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ég er búin að vera dýralæknir í þrettán ár. Þegar ég byrjaði þekktist þetta varla. Nú sjáum við að þetta er orðið frekar algengt," greinir Lísa frá. Hún getur þess að sum þessara dýra, þá sérstaklega kettir, séu með áunna sykursýki. Þá dugi að setja þá á insúlín og sérstakt fæði í ákveðinn tíma. „Það er einn og einn svoleiðis en sem betur fer er fólk meðvitað um að passa holdafarið á þeim." Lísa segir fóðrið misjafnt eftir tegundum. „Betri tegundirnar eru nú þannig að þær eru sérsniðnar að þörfum katta og hunda og það er mikið lagt í rannsóknarvinnu í sambandi við það." Sumum hundategundum er hættara við að fá sykursýki en öðrum. „Þetta eru erfðafræðilegir þættir en kannski spilar fæðið einhverja rullu í því. Það er ekki hægt að fullyrða um slíkt í köttum." Ef dýrin reynast vera með sykursýki eru þau sett á insúlín og fá þá daglega meðhöndlun. „Það er til sérstök tegund af insúlíni fyrir dýr en hún hentar ekki öllum. Við erum líka með dýr á mannainsúlíni. Það þarf að sprauta dýrin daglega og fólk er bundið yfir þessu. Ef vel á að vera þarf að mæla reglulega sykurmagnið í blóðinu til að kanna hvort sprautu sé þörf. Samtímis þarf að gæta þess að dýrin borði. Þetta er eins og að annast langveikt barn." Í samantekt sænska tryggingafélagsins Agria Djurförsäkringar kemur fram að fjöldi katta í Svíþjóð sem fær sykursýki hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum. Í sænskum fjölmiðlum er haft eftir dýralækninum Emmu Strage að kettir hreyfi sig ekki nógu mikið og fái rangt fóður. Algengt er í Svíþjóð að kettir séu eingöngu hafðir innandyra. Lísa segir að engar tölur séu til yfir fjölgun sykursjúkra dýra á Íslandi en aukningin sé greinileg.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira