Vill opna öll gögn um fjármál ríkisins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. febrúar 2013 07:00 Fjármálaráðherra vill opna bókhaldsskápa ríkisins. Fólk eigi að geta flett því upp á vefnum hvaða ráðgjöf ráðherrar kaupa og hvernig þeir ráðstafa skúffufé.fréttablaðið/valli Starfshópur vinnur nú að því að birta fjárhagsupplýsingar ríkisins á netinu og er ætlunin að upplýsingar um tekjur og gjöld verði birtar mánaðarlega. Hópnum er ætlað að leggja til leiðir um það hvernig hægt er að opna sem mest af gögnum um það hvernig skattfé er varið. Fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið standa að starfshópnum en að auki kemur innanríkisráðuneytið að verkefninu. Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra segir það sinn draum að hægt sé að opna sem mest af gögnum um fjárreiður ríkisins. „Við fáum til dæmis fyrirspurnir reglulega um hvernig skúffufénu sé varið, af hverju eiga menn ekki bara að geta flett því upp? Við höfum ekkert að fela í því og okkur ber að taka þetta saman og sýna þetta," segir Katrín, en með skúffufé á hún við ráðstöfunarfé sem ráðherrar hafa til úthlutunar. „Svo má nefna fyrirspurnir um niðurbrot á útgjöldum. Af hverju ekki bara að láta þetta vera opið og þeir sem hafa áhuga á að leita að því af hverjum ráðherra kaupir ráðgjafaþjónustu, eða eitthvað, þeir geti bara flett því upp. Þetta skapar líka ákveðið aðhald og ég held að þetta sé öllum hollt, bæði samfélaginu öllu og líka þeim sem starfa innan kerfisins." Formaður starfshópsins er Finnur Pálmi Magnússon, sérfræðingur í upplýsingatækni, og segir Katrín mikilvægt að fá fólk úr grasrótinni til starfans. Hópurinn hefur skamman tíma til starfa, en ætlunin er að gögnin verði öll tekin saman og birt á vefsíðunni Island.is. „Við munum ekki byrja að birta kvittanir strax í næsta mánuði en við ætlum að taka fyrsta skrefið. Endamarkmiðið er að fara eins langt og við getum." Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Starfshópur vinnur nú að því að birta fjárhagsupplýsingar ríkisins á netinu og er ætlunin að upplýsingar um tekjur og gjöld verði birtar mánaðarlega. Hópnum er ætlað að leggja til leiðir um það hvernig hægt er að opna sem mest af gögnum um það hvernig skattfé er varið. Fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið standa að starfshópnum en að auki kemur innanríkisráðuneytið að verkefninu. Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra segir það sinn draum að hægt sé að opna sem mest af gögnum um fjárreiður ríkisins. „Við fáum til dæmis fyrirspurnir reglulega um hvernig skúffufénu sé varið, af hverju eiga menn ekki bara að geta flett því upp? Við höfum ekkert að fela í því og okkur ber að taka þetta saman og sýna þetta," segir Katrín, en með skúffufé á hún við ráðstöfunarfé sem ráðherrar hafa til úthlutunar. „Svo má nefna fyrirspurnir um niðurbrot á útgjöldum. Af hverju ekki bara að láta þetta vera opið og þeir sem hafa áhuga á að leita að því af hverjum ráðherra kaupir ráðgjafaþjónustu, eða eitthvað, þeir geti bara flett því upp. Þetta skapar líka ákveðið aðhald og ég held að þetta sé öllum hollt, bæði samfélaginu öllu og líka þeim sem starfa innan kerfisins." Formaður starfshópsins er Finnur Pálmi Magnússon, sérfræðingur í upplýsingatækni, og segir Katrín mikilvægt að fá fólk úr grasrótinni til starfans. Hópurinn hefur skamman tíma til starfa, en ætlunin er að gögnin verði öll tekin saman og birt á vefsíðunni Island.is. „Við munum ekki byrja að birta kvittanir strax í næsta mánuði en við ætlum að taka fyrsta skrefið. Endamarkmiðið er að fara eins langt og við getum."
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira