Yfir 700 listamenn koma fram á hátíðinni og er að finna fulltrúa frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum auk Íslandi.
Í frétt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox er Víkingur Heiðar tekinn tali og spurður ýmissa spurninga. Fram kemur að Víkingur hafi byrjað að spila á píanó tveggja ára gamall og að móðir hans, Svana Víkingsdóttir, sé píanóleikari.
Þá er vitnað í afar góða umsögn London Times á Víkingi Heiðari sem upprennandi stjörnu og hann spurður hver hans viðbrögð séu við slíkri umsögn.

Víkingur fagnar þeirri staðreynd að öll Norðurlöndin eigi fulltrúa á hátíðinni. Að lokum spilar Víkingur Ave Maria úr smiðju Sigvalda Kaldalóns sem Víkingur útsetti sjálfur fyrir píanó.
„Þannig þarf ég ekki að treysta á íslenskan söngvara þegar ég er á ferðalagi," segir Víkingur í gamansömum tón.
Viðtalið við Víking og flutning hans má sjá hér.
Víkingur spilaði Ave Maria einnig á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu sumarið 2011. Flutningin í heild sinni má sjá hér.
Fulltrúar ÍslandsAuk Víkings Heiðars koma Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenski dansflokkurinn, leikhópurinn Vesturport, hljómsveit Sunnu Gunnlaugsdóttur djasspíanóleikara og Duo Harpverk fram á hátíðinni.
Dagskrá hennar og nánari upplýsingar má nálgast hér.