Innlent

Fíkniefni áttu að fara til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danska lögreglan.
Danska lögreglan. Mynd/ AFP.
Íslendingarnir sem voru handteknir í Danmörku vegna smygls á 5,5 kílóum af amfetamíni eru á þrítugsaldri og á fimmtugsaldri. Annar Íslendingurinn var handtekinn í gær en hinn fyrr í febrúar.

Mennirnir eru grunaðir um aðild að innflutningi á 5,5 kg af amfetamíni til Íslands. Lagt var hald á fíkniefnin á Aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna í Kaupmannahöfn, sem fer með forræði málsins.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag sitja ellefu Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Danmörku í tengslum við þrjú mál, sem áðurnefnd lögregluembætti hafa samvinnu um að rannsaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×