Það þarf heilt þorp Matthías Freyr Matthíasson skrifar 9. janúar 2013 06:00 Fyrirsögnin á þessari grein er fengin úr ensku og hafa flestir heyrt hana, „It takes a village“, en með henni er átt við það að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Ég ritaði grein er birtist á visir.is og í Fréttablaðinu þann 21. desember síðastliðinn um einelti. Greinin og viðbrögðin við henni sem ég fékk, símleiðis og í gegnum Facebook, hvöttu mig til umhugsunar um málefnið og í kjölfarið setti ég mér það markmið að árið 2013 yrði tileinkað aukinni umræðu um einelti. Umræðu sem vonandi myndi leiða til þjóðfélagsumræðna um meinsemd eineltis og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið fyrir þolendur eineltis. Ég á 5 ára gamla dóttur og ég horfi til þess hvers konar manneskja ég vil að hún sé. Ég tel mig einnig vita það að flestir foreldrar vilji börnum sínum vel, vilji að börnin þeirra verði góðar og gildar manneskjur í samfélaginu. Nái árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur. En það er ekki nóg að horfa til þess hvernig við sem foreldrar og/eða uppalendur ölum börnin okkar upp, því að þau verða fyrir áhrifum alls staðar frá og sérstaklega í nútímasamfélagi þar sem netið og tæknin eru svo stór þáttur í lífi okkar flestra. Tvöföld skilaboð Þegar börnin heyra foreldra sína ræða saman á neikvæðan hátt um heimilisaðstæður samnemenda, foreldra samnemenda eða um samkynhneigð o.s.frv. tekur barnið það með sér út í daglegt líf. Þegar barn verður vitni að því að fullorðinn einstaklingur lætur frá sér neikvæð (og allt að andstyggileg) ummæli á kommentakerfum fjölmiðlanna tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Ef barn heyrir niðrandi orð um einstakling tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Þegar barn sér fjölmiðla hampa glæpamönnum sem einhvers konar and-hetjum tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þegar barn heyrir alþingismann kalla einhvern bjána tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þá skiptir engu máli hversu vel haldið er utan um barnið á heimavelli ef það fær endurtekið í sífellu tvöföld skilaboð frá þjóðfélaginu. Að það sé í lagi að tala illa um einhvern, hver sem hann er. Ég hef þó ekki lausnirnar við því hvernig við útrýmum einelti, hvort sem um er að ræða í skólum eða á vinnustöðum. Ég er þó viss um það í hjarta mínu að við sem þjóðfélag verðum að átta okkur á því að við ölum börnin okkar upp í sameiningu. Ekki undir neinum kringumstæðum megum við sópa einelti undir teppið sem „lítilvægu“ vandamáli. Við þurfum að horfast í augu við hvernig orðræðan hefur verið að þróast síðustu ár. Sú þróun leiðir ekki til neins nema vandræða. Fyrsta skrefið sem við verðum að taka til þess að bregðast við því vandamáli sem einelti er, er að hugsa um það hvers konar þjóðfélag og einstaklinga við viljum sjá og vera í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin á þessari grein er fengin úr ensku og hafa flestir heyrt hana, „It takes a village“, en með henni er átt við það að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Ég ritaði grein er birtist á visir.is og í Fréttablaðinu þann 21. desember síðastliðinn um einelti. Greinin og viðbrögðin við henni sem ég fékk, símleiðis og í gegnum Facebook, hvöttu mig til umhugsunar um málefnið og í kjölfarið setti ég mér það markmið að árið 2013 yrði tileinkað aukinni umræðu um einelti. Umræðu sem vonandi myndi leiða til þjóðfélagsumræðna um meinsemd eineltis og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið fyrir þolendur eineltis. Ég á 5 ára gamla dóttur og ég horfi til þess hvers konar manneskja ég vil að hún sé. Ég tel mig einnig vita það að flestir foreldrar vilji börnum sínum vel, vilji að börnin þeirra verði góðar og gildar manneskjur í samfélaginu. Nái árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur. En það er ekki nóg að horfa til þess hvernig við sem foreldrar og/eða uppalendur ölum börnin okkar upp, því að þau verða fyrir áhrifum alls staðar frá og sérstaklega í nútímasamfélagi þar sem netið og tæknin eru svo stór þáttur í lífi okkar flestra. Tvöföld skilaboð Þegar börnin heyra foreldra sína ræða saman á neikvæðan hátt um heimilisaðstæður samnemenda, foreldra samnemenda eða um samkynhneigð o.s.frv. tekur barnið það með sér út í daglegt líf. Þegar barn verður vitni að því að fullorðinn einstaklingur lætur frá sér neikvæð (og allt að andstyggileg) ummæli á kommentakerfum fjölmiðlanna tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Ef barn heyrir niðrandi orð um einstakling tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Þegar barn sér fjölmiðla hampa glæpamönnum sem einhvers konar and-hetjum tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þegar barn heyrir alþingismann kalla einhvern bjána tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þá skiptir engu máli hversu vel haldið er utan um barnið á heimavelli ef það fær endurtekið í sífellu tvöföld skilaboð frá þjóðfélaginu. Að það sé í lagi að tala illa um einhvern, hver sem hann er. Ég hef þó ekki lausnirnar við því hvernig við útrýmum einelti, hvort sem um er að ræða í skólum eða á vinnustöðum. Ég er þó viss um það í hjarta mínu að við sem þjóðfélag verðum að átta okkur á því að við ölum börnin okkar upp í sameiningu. Ekki undir neinum kringumstæðum megum við sópa einelti undir teppið sem „lítilvægu“ vandamáli. Við þurfum að horfast í augu við hvernig orðræðan hefur verið að þróast síðustu ár. Sú þróun leiðir ekki til neins nema vandræða. Fyrsta skrefið sem við verðum að taka til þess að bregðast við því vandamáli sem einelti er, er að hugsa um það hvers konar þjóðfélag og einstaklinga við viljum sjá og vera í framtíðinni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun