Það þarf heilt þorp Matthías Freyr Matthíasson skrifar 9. janúar 2013 06:00 Fyrirsögnin á þessari grein er fengin úr ensku og hafa flestir heyrt hana, „It takes a village“, en með henni er átt við það að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Ég ritaði grein er birtist á visir.is og í Fréttablaðinu þann 21. desember síðastliðinn um einelti. Greinin og viðbrögðin við henni sem ég fékk, símleiðis og í gegnum Facebook, hvöttu mig til umhugsunar um málefnið og í kjölfarið setti ég mér það markmið að árið 2013 yrði tileinkað aukinni umræðu um einelti. Umræðu sem vonandi myndi leiða til þjóðfélagsumræðna um meinsemd eineltis og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið fyrir þolendur eineltis. Ég á 5 ára gamla dóttur og ég horfi til þess hvers konar manneskja ég vil að hún sé. Ég tel mig einnig vita það að flestir foreldrar vilji börnum sínum vel, vilji að börnin þeirra verði góðar og gildar manneskjur í samfélaginu. Nái árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur. En það er ekki nóg að horfa til þess hvernig við sem foreldrar og/eða uppalendur ölum börnin okkar upp, því að þau verða fyrir áhrifum alls staðar frá og sérstaklega í nútímasamfélagi þar sem netið og tæknin eru svo stór þáttur í lífi okkar flestra. Tvöföld skilaboð Þegar börnin heyra foreldra sína ræða saman á neikvæðan hátt um heimilisaðstæður samnemenda, foreldra samnemenda eða um samkynhneigð o.s.frv. tekur barnið það með sér út í daglegt líf. Þegar barn verður vitni að því að fullorðinn einstaklingur lætur frá sér neikvæð (og allt að andstyggileg) ummæli á kommentakerfum fjölmiðlanna tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Ef barn heyrir niðrandi orð um einstakling tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Þegar barn sér fjölmiðla hampa glæpamönnum sem einhvers konar and-hetjum tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þegar barn heyrir alþingismann kalla einhvern bjána tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þá skiptir engu máli hversu vel haldið er utan um barnið á heimavelli ef það fær endurtekið í sífellu tvöföld skilaboð frá þjóðfélaginu. Að það sé í lagi að tala illa um einhvern, hver sem hann er. Ég hef þó ekki lausnirnar við því hvernig við útrýmum einelti, hvort sem um er að ræða í skólum eða á vinnustöðum. Ég er þó viss um það í hjarta mínu að við sem þjóðfélag verðum að átta okkur á því að við ölum börnin okkar upp í sameiningu. Ekki undir neinum kringumstæðum megum við sópa einelti undir teppið sem „lítilvægu“ vandamáli. Við þurfum að horfast í augu við hvernig orðræðan hefur verið að þróast síðustu ár. Sú þróun leiðir ekki til neins nema vandræða. Fyrsta skrefið sem við verðum að taka til þess að bregðast við því vandamáli sem einelti er, er að hugsa um það hvers konar þjóðfélag og einstaklinga við viljum sjá og vera í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin á þessari grein er fengin úr ensku og hafa flestir heyrt hana, „It takes a village“, en með henni er átt við það að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Ég ritaði grein er birtist á visir.is og í Fréttablaðinu þann 21. desember síðastliðinn um einelti. Greinin og viðbrögðin við henni sem ég fékk, símleiðis og í gegnum Facebook, hvöttu mig til umhugsunar um málefnið og í kjölfarið setti ég mér það markmið að árið 2013 yrði tileinkað aukinni umræðu um einelti. Umræðu sem vonandi myndi leiða til þjóðfélagsumræðna um meinsemd eineltis og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið fyrir þolendur eineltis. Ég á 5 ára gamla dóttur og ég horfi til þess hvers konar manneskja ég vil að hún sé. Ég tel mig einnig vita það að flestir foreldrar vilji börnum sínum vel, vilji að börnin þeirra verði góðar og gildar manneskjur í samfélaginu. Nái árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur. En það er ekki nóg að horfa til þess hvernig við sem foreldrar og/eða uppalendur ölum börnin okkar upp, því að þau verða fyrir áhrifum alls staðar frá og sérstaklega í nútímasamfélagi þar sem netið og tæknin eru svo stór þáttur í lífi okkar flestra. Tvöföld skilaboð Þegar börnin heyra foreldra sína ræða saman á neikvæðan hátt um heimilisaðstæður samnemenda, foreldra samnemenda eða um samkynhneigð o.s.frv. tekur barnið það með sér út í daglegt líf. Þegar barn verður vitni að því að fullorðinn einstaklingur lætur frá sér neikvæð (og allt að andstyggileg) ummæli á kommentakerfum fjölmiðlanna tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Ef barn heyrir niðrandi orð um einstakling tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Þegar barn sér fjölmiðla hampa glæpamönnum sem einhvers konar and-hetjum tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þegar barn heyrir alþingismann kalla einhvern bjána tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þá skiptir engu máli hversu vel haldið er utan um barnið á heimavelli ef það fær endurtekið í sífellu tvöföld skilaboð frá þjóðfélaginu. Að það sé í lagi að tala illa um einhvern, hver sem hann er. Ég hef þó ekki lausnirnar við því hvernig við útrýmum einelti, hvort sem um er að ræða í skólum eða á vinnustöðum. Ég er þó viss um það í hjarta mínu að við sem þjóðfélag verðum að átta okkur á því að við ölum börnin okkar upp í sameiningu. Ekki undir neinum kringumstæðum megum við sópa einelti undir teppið sem „lítilvægu“ vandamáli. Við þurfum að horfast í augu við hvernig orðræðan hefur verið að þróast síðustu ár. Sú þróun leiðir ekki til neins nema vandræða. Fyrsta skrefið sem við verðum að taka til þess að bregðast við því vandamáli sem einelti er, er að hugsa um það hvers konar þjóðfélag og einstaklinga við viljum sjá og vera í framtíðinni.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar