Dótakassi ráðherra? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 3. júní 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson var varla sestur í ríkisstjórn þegar hann hóf að tjá sig fjálglega um hugmyndir sínar um nýtingu náttúruauðlinda. Hann virðist helst líta á lyklavöldin í umhverfisráðuneytinu sem tækifæri til að hrifsa til sín náttúruverðmæti til að þjóna duttlungum sínum. Ráðherra leyfir sér að tala um rammaáætlun eins og hún sé einhvers konar leikfang sem megi nota að vild. Svo er ekki. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða á sér 20 ára aðdraganda. Hún skiptist í fyrsta áfanga, 1993-2003, og annan áfanga, 2007-2013. Í öðrum áfanga var hætt að líta aðeins til nýtingarsjónarmiða og áætlunin gerð að verndar- og orkunýtingaráætlun og ákveðið að áætlunin skyldi fá lögformlega stöðu. Allt var þetta í anda stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Með samþykkt rammaáætlunar í janúar 2013 vannst mikilvægur áfangasigur fyrir náttúru Íslands og landsmenn alla. Hann átti sér langan aðdraganda og byggðist á vandaðri vinnu sérfræðinga, ráðherra og Alþingis. Rammaáætlun er samþykkt á grundvelli laga nr. 48 frá 2011 sem Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með. Í lögunum segir að þingsályktun um rammaáætlun skuli lögð fyrir Alþingi að undangenginni kynningu þar sem stofnunum, hagsmunaaðilum og félagasamtökum gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Niðurstaðan úr þeirri kynningu varð sú að flokkun rammaáætlunar tók ákveðnum breytingum byggðum á málefnalegum rökum en þó aðeins þannig að svæði voru færð í biðflokk til frekari rannsókna. Ráðherrar og Alþingi brugðu ekki út af tillögum úr rammastarfinu með því að færa nýtingarkosti í verndarflokk eða öfugt. Niðurstöðurnar standa því óbreyttar en nokkur svæði eru látin njóta vafans og verða könnuð nánar. Ný verkefnisstjórn hefur verið skipuð í samræmi við lögin og vinnur meðal annars með þá virkjunarkosti sem eru í biðflokki. Hún á að skila niðurstöðum um þau svæði sem flutt voru í biðflokk eigi síðar en 1. mars 2014. Af hverju vill nýr ráðherra ekki bíða í níu mánuði og fá faglegt mat á þessum landsvæðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson var varla sestur í ríkisstjórn þegar hann hóf að tjá sig fjálglega um hugmyndir sínar um nýtingu náttúruauðlinda. Hann virðist helst líta á lyklavöldin í umhverfisráðuneytinu sem tækifæri til að hrifsa til sín náttúruverðmæti til að þjóna duttlungum sínum. Ráðherra leyfir sér að tala um rammaáætlun eins og hún sé einhvers konar leikfang sem megi nota að vild. Svo er ekki. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða á sér 20 ára aðdraganda. Hún skiptist í fyrsta áfanga, 1993-2003, og annan áfanga, 2007-2013. Í öðrum áfanga var hætt að líta aðeins til nýtingarsjónarmiða og áætlunin gerð að verndar- og orkunýtingaráætlun og ákveðið að áætlunin skyldi fá lögformlega stöðu. Allt var þetta í anda stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Með samþykkt rammaáætlunar í janúar 2013 vannst mikilvægur áfangasigur fyrir náttúru Íslands og landsmenn alla. Hann átti sér langan aðdraganda og byggðist á vandaðri vinnu sérfræðinga, ráðherra og Alþingis. Rammaáætlun er samþykkt á grundvelli laga nr. 48 frá 2011 sem Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með. Í lögunum segir að þingsályktun um rammaáætlun skuli lögð fyrir Alþingi að undangenginni kynningu þar sem stofnunum, hagsmunaaðilum og félagasamtökum gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Niðurstaðan úr þeirri kynningu varð sú að flokkun rammaáætlunar tók ákveðnum breytingum byggðum á málefnalegum rökum en þó aðeins þannig að svæði voru færð í biðflokk til frekari rannsókna. Ráðherrar og Alþingi brugðu ekki út af tillögum úr rammastarfinu með því að færa nýtingarkosti í verndarflokk eða öfugt. Niðurstöðurnar standa því óbreyttar en nokkur svæði eru látin njóta vafans og verða könnuð nánar. Ný verkefnisstjórn hefur verið skipuð í samræmi við lögin og vinnur meðal annars með þá virkjunarkosti sem eru í biðflokki. Hún á að skila niðurstöðum um þau svæði sem flutt voru í biðflokk eigi síðar en 1. mars 2014. Af hverju vill nýr ráðherra ekki bíða í níu mánuði og fá faglegt mat á þessum landsvæðum?
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar