Dótakassi ráðherra? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 3. júní 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson var varla sestur í ríkisstjórn þegar hann hóf að tjá sig fjálglega um hugmyndir sínar um nýtingu náttúruauðlinda. Hann virðist helst líta á lyklavöldin í umhverfisráðuneytinu sem tækifæri til að hrifsa til sín náttúruverðmæti til að þjóna duttlungum sínum. Ráðherra leyfir sér að tala um rammaáætlun eins og hún sé einhvers konar leikfang sem megi nota að vild. Svo er ekki. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða á sér 20 ára aðdraganda. Hún skiptist í fyrsta áfanga, 1993-2003, og annan áfanga, 2007-2013. Í öðrum áfanga var hætt að líta aðeins til nýtingarsjónarmiða og áætlunin gerð að verndar- og orkunýtingaráætlun og ákveðið að áætlunin skyldi fá lögformlega stöðu. Allt var þetta í anda stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Með samþykkt rammaáætlunar í janúar 2013 vannst mikilvægur áfangasigur fyrir náttúru Íslands og landsmenn alla. Hann átti sér langan aðdraganda og byggðist á vandaðri vinnu sérfræðinga, ráðherra og Alþingis. Rammaáætlun er samþykkt á grundvelli laga nr. 48 frá 2011 sem Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með. Í lögunum segir að þingsályktun um rammaáætlun skuli lögð fyrir Alþingi að undangenginni kynningu þar sem stofnunum, hagsmunaaðilum og félagasamtökum gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Niðurstaðan úr þeirri kynningu varð sú að flokkun rammaáætlunar tók ákveðnum breytingum byggðum á málefnalegum rökum en þó aðeins þannig að svæði voru færð í biðflokk til frekari rannsókna. Ráðherrar og Alþingi brugðu ekki út af tillögum úr rammastarfinu með því að færa nýtingarkosti í verndarflokk eða öfugt. Niðurstöðurnar standa því óbreyttar en nokkur svæði eru látin njóta vafans og verða könnuð nánar. Ný verkefnisstjórn hefur verið skipuð í samræmi við lögin og vinnur meðal annars með þá virkjunarkosti sem eru í biðflokki. Hún á að skila niðurstöðum um þau svæði sem flutt voru í biðflokk eigi síðar en 1. mars 2014. Af hverju vill nýr ráðherra ekki bíða í níu mánuði og fá faglegt mat á þessum landsvæðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson var varla sestur í ríkisstjórn þegar hann hóf að tjá sig fjálglega um hugmyndir sínar um nýtingu náttúruauðlinda. Hann virðist helst líta á lyklavöldin í umhverfisráðuneytinu sem tækifæri til að hrifsa til sín náttúruverðmæti til að þjóna duttlungum sínum. Ráðherra leyfir sér að tala um rammaáætlun eins og hún sé einhvers konar leikfang sem megi nota að vild. Svo er ekki. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða á sér 20 ára aðdraganda. Hún skiptist í fyrsta áfanga, 1993-2003, og annan áfanga, 2007-2013. Í öðrum áfanga var hætt að líta aðeins til nýtingarsjónarmiða og áætlunin gerð að verndar- og orkunýtingaráætlun og ákveðið að áætlunin skyldi fá lögformlega stöðu. Allt var þetta í anda stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Með samþykkt rammaáætlunar í janúar 2013 vannst mikilvægur áfangasigur fyrir náttúru Íslands og landsmenn alla. Hann átti sér langan aðdraganda og byggðist á vandaðri vinnu sérfræðinga, ráðherra og Alþingis. Rammaáætlun er samþykkt á grundvelli laga nr. 48 frá 2011 sem Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með. Í lögunum segir að þingsályktun um rammaáætlun skuli lögð fyrir Alþingi að undangenginni kynningu þar sem stofnunum, hagsmunaaðilum og félagasamtökum gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Niðurstaðan úr þeirri kynningu varð sú að flokkun rammaáætlunar tók ákveðnum breytingum byggðum á málefnalegum rökum en þó aðeins þannig að svæði voru færð í biðflokk til frekari rannsókna. Ráðherrar og Alþingi brugðu ekki út af tillögum úr rammastarfinu með því að færa nýtingarkosti í verndarflokk eða öfugt. Niðurstöðurnar standa því óbreyttar en nokkur svæði eru látin njóta vafans og verða könnuð nánar. Ný verkefnisstjórn hefur verið skipuð í samræmi við lögin og vinnur meðal annars með þá virkjunarkosti sem eru í biðflokki. Hún á að skila niðurstöðum um þau svæði sem flutt voru í biðflokk eigi síðar en 1. mars 2014. Af hverju vill nýr ráðherra ekki bíða í níu mánuði og fá faglegt mat á þessum landsvæðum?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar