Dótakassi ráðherra? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 3. júní 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson var varla sestur í ríkisstjórn þegar hann hóf að tjá sig fjálglega um hugmyndir sínar um nýtingu náttúruauðlinda. Hann virðist helst líta á lyklavöldin í umhverfisráðuneytinu sem tækifæri til að hrifsa til sín náttúruverðmæti til að þjóna duttlungum sínum. Ráðherra leyfir sér að tala um rammaáætlun eins og hún sé einhvers konar leikfang sem megi nota að vild. Svo er ekki. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða á sér 20 ára aðdraganda. Hún skiptist í fyrsta áfanga, 1993-2003, og annan áfanga, 2007-2013. Í öðrum áfanga var hætt að líta aðeins til nýtingarsjónarmiða og áætlunin gerð að verndar- og orkunýtingaráætlun og ákveðið að áætlunin skyldi fá lögformlega stöðu. Allt var þetta í anda stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Með samþykkt rammaáætlunar í janúar 2013 vannst mikilvægur áfangasigur fyrir náttúru Íslands og landsmenn alla. Hann átti sér langan aðdraganda og byggðist á vandaðri vinnu sérfræðinga, ráðherra og Alþingis. Rammaáætlun er samþykkt á grundvelli laga nr. 48 frá 2011 sem Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með. Í lögunum segir að þingsályktun um rammaáætlun skuli lögð fyrir Alþingi að undangenginni kynningu þar sem stofnunum, hagsmunaaðilum og félagasamtökum gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Niðurstaðan úr þeirri kynningu varð sú að flokkun rammaáætlunar tók ákveðnum breytingum byggðum á málefnalegum rökum en þó aðeins þannig að svæði voru færð í biðflokk til frekari rannsókna. Ráðherrar og Alþingi brugðu ekki út af tillögum úr rammastarfinu með því að færa nýtingarkosti í verndarflokk eða öfugt. Niðurstöðurnar standa því óbreyttar en nokkur svæði eru látin njóta vafans og verða könnuð nánar. Ný verkefnisstjórn hefur verið skipuð í samræmi við lögin og vinnur meðal annars með þá virkjunarkosti sem eru í biðflokki. Hún á að skila niðurstöðum um þau svæði sem flutt voru í biðflokk eigi síðar en 1. mars 2014. Af hverju vill nýr ráðherra ekki bíða í níu mánuði og fá faglegt mat á þessum landsvæðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson var varla sestur í ríkisstjórn þegar hann hóf að tjá sig fjálglega um hugmyndir sínar um nýtingu náttúruauðlinda. Hann virðist helst líta á lyklavöldin í umhverfisráðuneytinu sem tækifæri til að hrifsa til sín náttúruverðmæti til að þjóna duttlungum sínum. Ráðherra leyfir sér að tala um rammaáætlun eins og hún sé einhvers konar leikfang sem megi nota að vild. Svo er ekki. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða á sér 20 ára aðdraganda. Hún skiptist í fyrsta áfanga, 1993-2003, og annan áfanga, 2007-2013. Í öðrum áfanga var hætt að líta aðeins til nýtingarsjónarmiða og áætlunin gerð að verndar- og orkunýtingaráætlun og ákveðið að áætlunin skyldi fá lögformlega stöðu. Allt var þetta í anda stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Með samþykkt rammaáætlunar í janúar 2013 vannst mikilvægur áfangasigur fyrir náttúru Íslands og landsmenn alla. Hann átti sér langan aðdraganda og byggðist á vandaðri vinnu sérfræðinga, ráðherra og Alþingis. Rammaáætlun er samþykkt á grundvelli laga nr. 48 frá 2011 sem Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með. Í lögunum segir að þingsályktun um rammaáætlun skuli lögð fyrir Alþingi að undangenginni kynningu þar sem stofnunum, hagsmunaaðilum og félagasamtökum gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Niðurstaðan úr þeirri kynningu varð sú að flokkun rammaáætlunar tók ákveðnum breytingum byggðum á málefnalegum rökum en þó aðeins þannig að svæði voru færð í biðflokk til frekari rannsókna. Ráðherrar og Alþingi brugðu ekki út af tillögum úr rammastarfinu með því að færa nýtingarkosti í verndarflokk eða öfugt. Niðurstöðurnar standa því óbreyttar en nokkur svæði eru látin njóta vafans og verða könnuð nánar. Ný verkefnisstjórn hefur verið skipuð í samræmi við lögin og vinnur meðal annars með þá virkjunarkosti sem eru í biðflokki. Hún á að skila niðurstöðum um þau svæði sem flutt voru í biðflokk eigi síðar en 1. mars 2014. Af hverju vill nýr ráðherra ekki bíða í níu mánuði og fá faglegt mat á þessum landsvæðum?
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar