Hleypur fyrir litla frænda sinn Kjartan Guðmundsson skrifar 27. júlí 2013 10:00 Ægir Rafn flutti til Íslands frá Danmörku í vikunni og segir Þórey frænka hans að sér þyki gott að vera búin að fá litla frænda heim. Þórey hleypur tíu kílómetra í þágu Ægis í Reykjavíkurmaraþoninu, enda fylgja veikindum eins og þeim sem Ægir glímir við mikil fjárútlát. Fréttablaðið/Stefán „Þegar ég frétti að litli frændi minn væri veikur fannst mér það skrýtið og dapurlegt en þá verður maður bara að taka til sinna ráða,“ segir hin fjórtán ára gamla Þórey Hákonardóttir. Hún hefur ákveðið að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst næstkomandi í þágu Ægis Rafns Þrastarsonar, fimmtán mánaða gamals frænda síns sem greindist með Dravet-heilkenni í janúar síðastliðnum. Dravet-heilkenni er sjaldgæfur og lífshættulegur taugahrörnunarsjúkdómur sem einkennist af mjög slæmum flogum og andlegri og líkamlegri þroskaskerðingu. Hann orsakast af genagalla vegna stökkbreytts gens. Í vikunni fluttist fjölskylda Ægis litla aftur til Íslands eftir sjö ára dvöl í Danmörku, enda nauðsynlegt að hafa vini og vandamenn sem nálægasta í slíkum aðstæðum. Eins og nærri má geta leiða slík veikindi af sér mikil fjárútlát, svo sem vegna tækjakaupa, ferðakostnaðar og læknisþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Þórey, sem er nemandi í Álfhólsskóla í Kópavogi og byrjar í 10. bekk í haust, er ánægð með að hafa fengið frænda sinn heim til Íslands, enda þýðir það að þau geta hist oftar. Hún er mikill hlaupagarpur, æfir þrisvar í viku og hljóp meðal annars tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á síðasta ári. Þegar hún frétti af veikindum Ægis segist hún strax hafa ákveðið að hlaupa í hans þágu í ár til að leggja sitt af mörkum. „Ég stofnaði félagið Dravet-ofurhetjan, sem er styrktarsjóður Ægis Rafns, og allt fé frá þeim sem heita á mig í hlaupinu rennur í þennan sjóð. Það hafa margir lýst yfir ánægju sinni með þetta framtak og ég hvet auðvitað fólk til að heita á mig, enda er þetta gott málefni,“ útskýrir Þórey, en hún æfir krossfitt þrisvar í viku á veturna. „Það tekur á að æfa krossfitt eins og hlaup og það fer dálítið mikill tími í það. Þá er líka mikilvægt að skipuleggja sig vel.“ Þórey segir komandi skólaár leggjast vel í sig þótt óhjákvæmilega fylgi því pressa að vera á síðasta ári í grunnskóla. „Ég verð að standa mig vel í ár en ég er ekkert byrjuð að spá í það hvað ég ætla að gera eftir grunnskólann. Það kemur bara í ljós en ég þyrfti nú að fara að velta því fyrir mér fljótlega,“ segir hlaupagarpurinn að lokum og hlær.Hægt er að heita á Þórey á vefnum hlaupastyrkur.is. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Þegar ég frétti að litli frændi minn væri veikur fannst mér það skrýtið og dapurlegt en þá verður maður bara að taka til sinna ráða,“ segir hin fjórtán ára gamla Þórey Hákonardóttir. Hún hefur ákveðið að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst næstkomandi í þágu Ægis Rafns Þrastarsonar, fimmtán mánaða gamals frænda síns sem greindist með Dravet-heilkenni í janúar síðastliðnum. Dravet-heilkenni er sjaldgæfur og lífshættulegur taugahrörnunarsjúkdómur sem einkennist af mjög slæmum flogum og andlegri og líkamlegri þroskaskerðingu. Hann orsakast af genagalla vegna stökkbreytts gens. Í vikunni fluttist fjölskylda Ægis litla aftur til Íslands eftir sjö ára dvöl í Danmörku, enda nauðsynlegt að hafa vini og vandamenn sem nálægasta í slíkum aðstæðum. Eins og nærri má geta leiða slík veikindi af sér mikil fjárútlát, svo sem vegna tækjakaupa, ferðakostnaðar og læknisþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Þórey, sem er nemandi í Álfhólsskóla í Kópavogi og byrjar í 10. bekk í haust, er ánægð með að hafa fengið frænda sinn heim til Íslands, enda þýðir það að þau geta hist oftar. Hún er mikill hlaupagarpur, æfir þrisvar í viku og hljóp meðal annars tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á síðasta ári. Þegar hún frétti af veikindum Ægis segist hún strax hafa ákveðið að hlaupa í hans þágu í ár til að leggja sitt af mörkum. „Ég stofnaði félagið Dravet-ofurhetjan, sem er styrktarsjóður Ægis Rafns, og allt fé frá þeim sem heita á mig í hlaupinu rennur í þennan sjóð. Það hafa margir lýst yfir ánægju sinni með þetta framtak og ég hvet auðvitað fólk til að heita á mig, enda er þetta gott málefni,“ útskýrir Þórey, en hún æfir krossfitt þrisvar í viku á veturna. „Það tekur á að æfa krossfitt eins og hlaup og það fer dálítið mikill tími í það. Þá er líka mikilvægt að skipuleggja sig vel.“ Þórey segir komandi skólaár leggjast vel í sig þótt óhjákvæmilega fylgi því pressa að vera á síðasta ári í grunnskóla. „Ég verð að standa mig vel í ár en ég er ekkert byrjuð að spá í það hvað ég ætla að gera eftir grunnskólann. Það kemur bara í ljós en ég þyrfti nú að fara að velta því fyrir mér fljótlega,“ segir hlaupagarpurinn að lokum og hlær.Hægt er að heita á Þórey á vefnum hlaupastyrkur.is.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira