Hleypur fyrir litla frænda sinn Kjartan Guðmundsson skrifar 27. júlí 2013 10:00 Ægir Rafn flutti til Íslands frá Danmörku í vikunni og segir Þórey frænka hans að sér þyki gott að vera búin að fá litla frænda heim. Þórey hleypur tíu kílómetra í þágu Ægis í Reykjavíkurmaraþoninu, enda fylgja veikindum eins og þeim sem Ægir glímir við mikil fjárútlát. Fréttablaðið/Stefán „Þegar ég frétti að litli frændi minn væri veikur fannst mér það skrýtið og dapurlegt en þá verður maður bara að taka til sinna ráða,“ segir hin fjórtán ára gamla Þórey Hákonardóttir. Hún hefur ákveðið að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst næstkomandi í þágu Ægis Rafns Þrastarsonar, fimmtán mánaða gamals frænda síns sem greindist með Dravet-heilkenni í janúar síðastliðnum. Dravet-heilkenni er sjaldgæfur og lífshættulegur taugahrörnunarsjúkdómur sem einkennist af mjög slæmum flogum og andlegri og líkamlegri þroskaskerðingu. Hann orsakast af genagalla vegna stökkbreytts gens. Í vikunni fluttist fjölskylda Ægis litla aftur til Íslands eftir sjö ára dvöl í Danmörku, enda nauðsynlegt að hafa vini og vandamenn sem nálægasta í slíkum aðstæðum. Eins og nærri má geta leiða slík veikindi af sér mikil fjárútlát, svo sem vegna tækjakaupa, ferðakostnaðar og læknisþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Þórey, sem er nemandi í Álfhólsskóla í Kópavogi og byrjar í 10. bekk í haust, er ánægð með að hafa fengið frænda sinn heim til Íslands, enda þýðir það að þau geta hist oftar. Hún er mikill hlaupagarpur, æfir þrisvar í viku og hljóp meðal annars tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á síðasta ári. Þegar hún frétti af veikindum Ægis segist hún strax hafa ákveðið að hlaupa í hans þágu í ár til að leggja sitt af mörkum. „Ég stofnaði félagið Dravet-ofurhetjan, sem er styrktarsjóður Ægis Rafns, og allt fé frá þeim sem heita á mig í hlaupinu rennur í þennan sjóð. Það hafa margir lýst yfir ánægju sinni með þetta framtak og ég hvet auðvitað fólk til að heita á mig, enda er þetta gott málefni,“ útskýrir Þórey, en hún æfir krossfitt þrisvar í viku á veturna. „Það tekur á að æfa krossfitt eins og hlaup og það fer dálítið mikill tími í það. Þá er líka mikilvægt að skipuleggja sig vel.“ Þórey segir komandi skólaár leggjast vel í sig þótt óhjákvæmilega fylgi því pressa að vera á síðasta ári í grunnskóla. „Ég verð að standa mig vel í ár en ég er ekkert byrjuð að spá í það hvað ég ætla að gera eftir grunnskólann. Það kemur bara í ljós en ég þyrfti nú að fara að velta því fyrir mér fljótlega,“ segir hlaupagarpurinn að lokum og hlær.Hægt er að heita á Þórey á vefnum hlaupastyrkur.is. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Þegar ég frétti að litli frændi minn væri veikur fannst mér það skrýtið og dapurlegt en þá verður maður bara að taka til sinna ráða,“ segir hin fjórtán ára gamla Þórey Hákonardóttir. Hún hefur ákveðið að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst næstkomandi í þágu Ægis Rafns Þrastarsonar, fimmtán mánaða gamals frænda síns sem greindist með Dravet-heilkenni í janúar síðastliðnum. Dravet-heilkenni er sjaldgæfur og lífshættulegur taugahrörnunarsjúkdómur sem einkennist af mjög slæmum flogum og andlegri og líkamlegri þroskaskerðingu. Hann orsakast af genagalla vegna stökkbreytts gens. Í vikunni fluttist fjölskylda Ægis litla aftur til Íslands eftir sjö ára dvöl í Danmörku, enda nauðsynlegt að hafa vini og vandamenn sem nálægasta í slíkum aðstæðum. Eins og nærri má geta leiða slík veikindi af sér mikil fjárútlát, svo sem vegna tækjakaupa, ferðakostnaðar og læknisþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Þórey, sem er nemandi í Álfhólsskóla í Kópavogi og byrjar í 10. bekk í haust, er ánægð með að hafa fengið frænda sinn heim til Íslands, enda þýðir það að þau geta hist oftar. Hún er mikill hlaupagarpur, æfir þrisvar í viku og hljóp meðal annars tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á síðasta ári. Þegar hún frétti af veikindum Ægis segist hún strax hafa ákveðið að hlaupa í hans þágu í ár til að leggja sitt af mörkum. „Ég stofnaði félagið Dravet-ofurhetjan, sem er styrktarsjóður Ægis Rafns, og allt fé frá þeim sem heita á mig í hlaupinu rennur í þennan sjóð. Það hafa margir lýst yfir ánægju sinni með þetta framtak og ég hvet auðvitað fólk til að heita á mig, enda er þetta gott málefni,“ útskýrir Þórey, en hún æfir krossfitt þrisvar í viku á veturna. „Það tekur á að æfa krossfitt eins og hlaup og það fer dálítið mikill tími í það. Þá er líka mikilvægt að skipuleggja sig vel.“ Þórey segir komandi skólaár leggjast vel í sig þótt óhjákvæmilega fylgi því pressa að vera á síðasta ári í grunnskóla. „Ég verð að standa mig vel í ár en ég er ekkert byrjuð að spá í það hvað ég ætla að gera eftir grunnskólann. Það kemur bara í ljós en ég þyrfti nú að fara að velta því fyrir mér fljótlega,“ segir hlaupagarpurinn að lokum og hlær.Hægt er að heita á Þórey á vefnum hlaupastyrkur.is.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira