Toyota naumlega stærstir Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2013 12:38 Forstjóri Toyota Nú þegar sölutölur fyrir fyrri helming ársins liggja fyrir sést að enn er Toyota stærsti bílaframleiðandi í heimi, en mjög litlu munar á Toyota og General Motors. Toyota seldi 4,91 milljón bíla frá janúar til júní í ár, en General Motors 4,85 milljón bíla. Þarna munar því um 60.000 seldum bílum, en munurinn var aðeins 10.000 bílar á öðrum ársfjórðungi. Sala Toyota dróst saman um 1,2% frá sama tíma í fyrra en sala GM jókst um 4%. Ef sama þróun heldur áfram út árið mun General Motors verða söluhæst á árinu. Dræm sala Toyota bíla í Kína á stærstan þátt í því að dregur á milli bílaframleiðandanna. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen AG samstæðan seldi 4,7 milljón bíla svo ekki munar miklu á þremur stærstu framleiðendunum. Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Nú þegar sölutölur fyrir fyrri helming ársins liggja fyrir sést að enn er Toyota stærsti bílaframleiðandi í heimi, en mjög litlu munar á Toyota og General Motors. Toyota seldi 4,91 milljón bíla frá janúar til júní í ár, en General Motors 4,85 milljón bíla. Þarna munar því um 60.000 seldum bílum, en munurinn var aðeins 10.000 bílar á öðrum ársfjórðungi. Sala Toyota dróst saman um 1,2% frá sama tíma í fyrra en sala GM jókst um 4%. Ef sama þróun heldur áfram út árið mun General Motors verða söluhæst á árinu. Dræm sala Toyota bíla í Kína á stærstan þátt í því að dregur á milli bílaframleiðandanna. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen AG samstæðan seldi 4,7 milljón bíla svo ekki munar miklu á þremur stærstu framleiðendunum.
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent