Að minnsta kosti einn er látinn og átta særðir eftir skotárás í skóla í Oakland í Bandaríkjunum. Fjórir hafa verið fluttir á spítala.
Mikill viðbúnaður er við Oikos-háskólann í Oakland. Lögreglan hefur ekki haft upp á árásarmanninum.
Sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum hafa sýnt myndir af særðum sem fluttir eru á brott úr skólanum.
Oikos er kristilegur skóli. Á heimasíðu skólans kemur fram að þar sé kennd guðfræði, tónlistarfræði og hjúkrun.
