Erlent

Úthverfi Colorado Springs tekin að brenna í skógareldunum

Skógareldarnir í Colorado halda áfram að færast í aukanna og nú hafa um 32.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna þeirra.

Eldarnir hafa náð til úthverfanna í Colorado Springs og þar berjast slökkviliðsmenn við að hefta frekari útbreiðslu þeirra en fjöldi húsa stendur ljósum logum í norðvestur hluta borgarinnar.

Samhliða eldunum liggur þykkur reykur yfir borginni. Svæðið sem skógareldarnir hafa eyðilagt að hluta til er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×