Erlent

Hollywoodhöfundurinn Nora Ephron er látin

Hollywoodhöfundurinn og leikstjórinn Nora Ephron er látin, 71 árs að aldri. Banamein hennar var hvítblæði.

Þekktustu handrit hennar á seinni árum voru fyrir myndirnar When Harry Met Sally og Sleepless in Seattle.

Nora hóf feril sinn sem blaðamaður á New York Post en meðal þriggja eiginmanna hennar var Carl Bernstein á Washington Post sem þekktur er fyrir skrif sín um Watergatemálið.

Nora leikstýrði einnig nokkrum myndum en sú síðasta var Julie and Julia. Nora var þrisvar tilnefnd til Óskarsverðlaun en hlaut þau aldrei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×