Erlent

Umskurður er líkamsmeiðing

Þetta er í fyrsta skipti í landinu sem trúariðkun er talin glæpsamleg.
Þetta er í fyrsta skipti í landinu sem trúariðkun er talin glæpsamleg.
Umskurður drengja vegna trúarskoðanna eru alvarlegar líkamsmeiðingar hafa þýskir dómstólar úrskurðað.

Héraðsdómur í Köln hefur komist að þeirri niðurstöðu að grundvallarréttindi barns vegur þyngra en vilji foreldra.

Þetta er í fyrsta skipti í landinu sem trúariðkun er talin glæpsamleg. Dómurinn er talinn setja lagalegt fordæmi.

Málið kom upp þegar ungt par lét umskera fjögurra ára dreng sinn. Drengurinn var lagður inn á spítala nokkrum dögum síðar vegna mikilla blæðinga.

Læknirinn sem gerði umskurðunn var dæmdur fyrir líkamsmeiðingar en var síðar sýknaður þegar lægri dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hann hafði gert umskurðinn með samþykki foreldra drengsins og þar með ekki brotið nein lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×