Erlent

Milljón táningsstúlkur deyja á meðgöngu og við fæðingu

Ein af hverjum fimm stúlkum í heiminum eru táningsmæður.
Ein af hverjum fimm stúlkum í heiminum eru táningsmæður.
Á hverju ári deyja eða slasast ríflega milljón stúlkur á meðgöngu eða við fæðingu, samkvæmt "Save the Children" samtökunum. Það er helsta orsök dauða táningsstúlkna í heiminum í dag.

Í nýrri skýrslu samtakanna vara þau við að stúlkur undir fimmtán ára aldri eru fimm sinnum líklegri til að deyja á meðgöngu en stúlkur yfir tvítugt. Börn eru 60% líklegri til að deyja ef þau eiga móður sem er undir 18 ára aldri.

Fleiri en 25 þúsund stúlkur undir 18 ára aldri eru neyddar í hjónaband á hverjum degi samkvæmt skýrslunni og margar verða óléttar áður en þær hafa náð nægilegum líkamlegum þroska.

Skýrslan segir einnig að ein af hverjum fimm stúlkum í heiminum eru táningsmæður, þ.e. hafa fætt barn áður en þær verða 18 ára.

Fjölskylduskipulagsráðstefna verður haldin í London í næsta mánuði þar sem málefni getnaðarvarna verða tekin fyrir og aðgangur sem konur hafa að þeim í heiminum. Markmið ráðstefnunar er að styrkja konur og fræða þær um kynlíf og getnaðarvarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×