Erlent

Líkur á að vatn sé á nýuppgötvaðri plánetu

Pláneta er 4.5 sinnum stærri en Jörðin. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Pláneta er 4.5 sinnum stærri en Jörðin. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/NASA
Nýuppgötvuð pláneta er talin vera sú lífvænlegasta til þessa. Samkvæmt evrópskum stjörnufræðingum eru góðar líkur á að vatn sé finna á plánetunni.

Rétt eins og Jörðin er nýja plánetan grýtt. Hún er á sporbraut um stjörnu og er staðsett á hinu svokallaða gullbráarsvæði þar sem vatn hvorki sýður né frýs.

Pláneta er 4.5 sinnum stærri en Jörðin. Hún er í 22 ljósaára fjarlægð frá okkur - á stjörnufræðilegum mælikvarða er plánetan í næsta húsi.

Það voru stjörnufræðingar hjá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli sem uppgötvuðu plánetuna.

Stjörnufræðingurinn Steven Vogt segir að uppgötvunin sé afar þýðingarmikil. "Uppgötvunin gefur til kynna að Vetrarbrautin sé morandi í lífvænlegum plánetum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×